Innlent

Kæra Byko vegna lím­miða úr sögunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Pálsson er forstjóri Byko.
Sigurður Pálsson er forstjóri Byko.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísað frá kæru Byko á hendur íslenskum karlmanni fyrir eignaspjöll. Karlmaðurinn setti límmiða á vörur frá Byko þar sem hvatt var til sniðgöngu á vörum frá Ísrael.

Fréttastofa hefur fengið að staðfest að lögregla hafi hætt rannsókn á „minniháttar skemmdarverkum“, eins og það er orðað af hálfu lögreglu, þar sem ekki var talinn grundvöllur til að halda henni áfram.

Sigurður Pálsson, forstjóri Byko, tjáði fréttastofu fyrr í júlí að það væri alveg skýrt af hálfu fyrirtækisins að ef tjóni væri valdið á vörum þá væru slík brot kærð til lögreglu. Límmiðarnir eyðilegðu ytri umbúðir á vörunum.

Byko væri þó ekki að taka afstöðu til eins né neins, þ.e. málefnum Ísraels og Palestínu, með kærunni heldur færu öll slík mál í þennan farveg.


Tengdar fréttir

BYKO kærir vegna sniðgöngulímmiða

Einstaklingur sem setti límmiða til að hvetja til sniðgöngu ísraelskra vara í Byko hefur verið kærður fyrir eignaspjöll. Sigurður Pálsson forstjóri segir fyrirtækið taka hart á þjófnaði og eignaspjöllum en að það taki ekki afstöðu til skoðana fólks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×