Innlent

Bálhýsi á skógræktarsvæði á Borg í Gríms­nesi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Grafningshrepps, sem er alveg viss um að nýja Bálhýsið eigi eftir að slá í gegn.
Grafningshrepps, sem er alveg viss um að nýja Bálhýsið eigi eftir að slá í gegn. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Glæsilegt Bálhýsi er nú í byggingu við tjaldsvæðið á Borg í Grímsnesi en allt efni í hýsinu er af skógræktarsvæðinu á Snæfoksstöðum í Grímsnes- og Grafningshreppi. Allir eru velkomnir að nýta sér bálhýsið.

Á Borg í Grímsnesi er vinsælt tjaldsvæði en fyrir ofan það er fallegt skógræktarsvæði þar sem búið er að koma upp frísbígolfvelli og þar er líka risið glæsilegt Bálhýsi.

„Og þar verður aðstaða fyrir fólk, sem vill koma saman og spila á gítarinn og hafa svolítið kósí. Það verður eldstæði hérna inni í húsinu og allt efni í hýsinu kemur frá Snæfoksstöðum, sem er í Grímsnes og Grafningshreppi. Við erum mjög stolt af því, þetta er allt unnið þar,” segir Iða Marsibil Jónsdóttir, sveitarstjóri Grímsnes og Grafningshrepps.

Og er öllum velkomið að nota þetta eða hvað?

„Já, já, þetta er bara opið. Hýsið er staðsett í Yndisskóginum okkar þar sem að við erum líka með níu holu frisbígolfvöll og þetta er bara partur af þvi að vera hérna á Borg, það er afþreying.”

Heldur þú að þetta eigi ekki eftir að slá í gegn?

„Jú engin spurning, þetta verður geggjað, segir Iða.

En hvað með eldhættu af Bálhýsinu, hefur sveitarstjórinn engar áhyggjur af því eða hvað ?

„Nei, þetta verður alveg öruggt eldstæði, sem verður sett þarna inn. Það verður ekki alveg opinn eldur, það verður vel búið um þetta,” segir Iða.

Bálhýsið er smíðað úr timbri af trjánum á Snæfoksstöðum í Grímsnes- og Grafningshreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×