Körfubolti

Walker: Betra en ég bjóst við

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bobby Walker með verðlaunin sín í dag.
Bobby Walker með verðlaunin sín í dag. Mynd/E. Stefán

Bobby Walker var í dag útnefndur besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir fyrstu átta umferðirnar.

Hann sagði í samtali við Vísi að vistin á Íslandi hafi reynst betri en hann bjóst við fyrirfram.

„Ég hef haft mjög gaman af veru minni hér,“ sagði hann. „Áður en ég kom gat ég ráðfært mig við leikmann sem spilaði hér og allt það sem hann sagði mér hefur reynst satt. Deildin er mjög góð.“

Keflvík hefur unnið alla átta leiki sína á tímabilinu og segir Walker að sá árangur hafi komið sér á óvart. „Við tökum þó bara einn leik fyrir í einu og verðum að halda einbeitingunni. Við höfum líka verið heppnir með meiðsli en það er alveg ljóst að hver einasti leikur verður erfiður. En við munum reyna að halda áfram og vinna alla þá leiki sem við förum í.“

Hann lék í háskólaboltanum í Bandaríkjunum í fyrra og er því í fyrsta skipti að spila sem atvinnumaður. „Þetta er búið að vera mjög gaman. Þetta hefur krafist mikillar aðlögunar en ég er heppinn með liðsfélaga. Í dag fékk ég verðlaun en stákarnir eiga ekki síður heiður skilinn.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×