Innlent

Íslensk börn safna fyrir fátæk í þróunarlöndum

Margrét Pálsdóttir er frumkvöðull og einn stofnenda ABC barnahjálpar.
Margrét Pálsdóttir er frumkvöðull og einn stofnenda ABC barnahjálpar. MYND/GVA

Nærri þrjú þúsund börn um allt land hafa safnað fjármagni til byggingar heimavista í Pakistan og Kenýa. Nemendur úr 150 bekkjum í 105 skólum gengu í hús frá miðjun febrúar og söfnuðu framlögum í söfnuninni „Börn hjálpa börnum." í samvinnu við ABC hjálparstarf.

Söfnunni lýkur í dag og mun Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra afhenda 12 milljón króna styrk við athöfn í Melaskóla kl. 11.

Talið er að um eða yfir 90 prósent af börnum fátækra í Pakistan komist aldrei í skóla og er því gríðarleg aðsók að ABC skólunum. Skólavistin er ókeypis. Börnin fá skólabúninga, námsgögn, læknishjálp og heitan mat og er mikill fjöldi barna á biðlista.

Styrkurinn sem Valgerður afhendir fer til að byggja skóla í Pakistan og mun renna til kaupa á landinu sem skólarnir munu rísa á, segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Frumkvöðullinn og einn af stofnendum ABC barnahjálpar er Guðrún Margrét Pálsdóttir. Hún ákvað fyrir 20 árum að tileinka líf sitt því að leggja sitt að mörkum svo börn í þróunarlöndunum mættu læra að lesa og skrifa.

Tæplega sjö þúsund börn ganga nú í skóla á vegum ABC þar sem þau fá mat og mörg hver eru í heimavist, eða á heimilum ABC.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×