Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík voru samþykktir með lófaklappi á fulltrúaráðsfundi flokksins í kvöld. Reynir Harðarson framkvæmdastjóri Eve Online er í sjötta sæti listans í suðri og í fimmta sæti er Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Í fimmta sæti í Reykjavík norður er Ellert B. Schram formaður eldri borgara hreyfingar flokksins 60+.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson leiða Reykjavíkurkjördæmin, hún í suðri, hann í Reykjavík norðri.
Meðal nýrra nafna á listanum eru Ragnheiður Gröndal söngkona, Lárus Ýmir Óskarsson kvikmyndaleikstjóri, Sólveig Arnarsdóttir leikkona og Margrét Kristmannsdóttir formaður Félags kvenna í atvinnurekstri.
Reykjavík - suður
1 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
2 Ágúst Ólafur Ágústsson
3 Ásta R. Jóhannesdóttir
4 Mörður Árnason
5 Kristrún Heimisdóttir
6 Reynir Harðarson
Reykjavík - norður
1 Össur Skarphéðinsson
2 Jóhanna Sigurðardóttir
3 Helgi Hjörvar
4 Steinunn Valdís Óskarsdóttir
5 Ellert B. Schram
6 Valgerður Bjarnadóttir