Gott að vera stór 21. febrúar 2007 06:00 Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. Ég stökk upp úr sófanum þannig að kaffið skvettist úr bollanum. Las greininguna með hraði. Fór einu sinni á hraðlestrarnámskeið og er snöggur að þessu. Mér sýndist vit í greiningunni og áður en tíu mínútur voru liðnar hafði ég tekið stöðu í félaginu. Hækkunin lét ekki á sér standa og ég seldi í lok dags, ánægður með dagsverkið. Þessi snúningur borgaði að minnsta kosti hreinsunina á skyrtunni sem kaffið helltist yfir, Annars er ég meira með hugann við stóru myndina þessa dagana. Markaðurinn hefur verið á fleygiferð og skýringar á þeirri hækkun liggja í væntingum um frekari útrás. Eins og ég sagði síðast, þá er margt í pípunum. Einhverjir voru að saka mig um að fara fram úr mér í spám um sameiningar á bankamarkaði. Ég hef ekki skipt um skoðun og veðja ennþá á að fjármálageirinn eigi helling inni. Ég sé ekki betur en að fleiri og fleiri séu að verða sammála mér. Ef maður horfir á hluthafahóp Kaupþings og Glitnis, þá held ég að þar séu menn sem hugsa að mestu leyti eins og ég sjálfur. Gamla pólitíkin er farin út í veður og vind og menn hugsa bara um bisness. Alla vega í vinnunni. Þannig held ég að engar sérstakar hindranir séu í hluthafahópunum að slá öllu saman sjái menn í því tækifæri að ráða yfir stórum norrænum banka. Á Norðurlöndunum horfa menn til þess að norrænir bankar þurfa að keppa við stóra evrópska banka um viðskiptavini framtíðarinnar. Stærðin mun því skipta verulegu máli, sérstaklega þegar harðnar á dalnum og samkeppnin verður grimmari. Það eru margir sem spá því að Kínverjar kaupi evrópskan banka innan örfárra ára. Trendið er það sama alls staðar. Menn verða að stækka og vera leiðandi á sínu sviði. Þetta er grimmur heimur og það verður valtað yfir þá sem eru veikburða. Ef Darwin gamli á einhvers staðar heima, þá er það í bisness. Ég held að það séu ennþá ótrúlega mörg tækifæri eftir á innlenda markaðnum. Seinnipartur ársins gæti falið í sér smá bakslag, þegar krónan gefur eftir. Þá er náttúrulega bara málið að vera með góðar undirstöður og hafa sterkar taugar. Ég bý yfir hvoru tveggja og lít björtum augum fram á veginn. Reyndar líka aftur á bak, en það er önnur saga. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. Ég stökk upp úr sófanum þannig að kaffið skvettist úr bollanum. Las greininguna með hraði. Fór einu sinni á hraðlestrarnámskeið og er snöggur að þessu. Mér sýndist vit í greiningunni og áður en tíu mínútur voru liðnar hafði ég tekið stöðu í félaginu. Hækkunin lét ekki á sér standa og ég seldi í lok dags, ánægður með dagsverkið. Þessi snúningur borgaði að minnsta kosti hreinsunina á skyrtunni sem kaffið helltist yfir, Annars er ég meira með hugann við stóru myndina þessa dagana. Markaðurinn hefur verið á fleygiferð og skýringar á þeirri hækkun liggja í væntingum um frekari útrás. Eins og ég sagði síðast, þá er margt í pípunum. Einhverjir voru að saka mig um að fara fram úr mér í spám um sameiningar á bankamarkaði. Ég hef ekki skipt um skoðun og veðja ennþá á að fjármálageirinn eigi helling inni. Ég sé ekki betur en að fleiri og fleiri séu að verða sammála mér. Ef maður horfir á hluthafahóp Kaupþings og Glitnis, þá held ég að þar séu menn sem hugsa að mestu leyti eins og ég sjálfur. Gamla pólitíkin er farin út í veður og vind og menn hugsa bara um bisness. Alla vega í vinnunni. Þannig held ég að engar sérstakar hindranir séu í hluthafahópunum að slá öllu saman sjái menn í því tækifæri að ráða yfir stórum norrænum banka. Á Norðurlöndunum horfa menn til þess að norrænir bankar þurfa að keppa við stóra evrópska banka um viðskiptavini framtíðarinnar. Stærðin mun því skipta verulegu máli, sérstaklega þegar harðnar á dalnum og samkeppnin verður grimmari. Það eru margir sem spá því að Kínverjar kaupi evrópskan banka innan örfárra ára. Trendið er það sama alls staðar. Menn verða að stækka og vera leiðandi á sínu sviði. Þetta er grimmur heimur og það verður valtað yfir þá sem eru veikburða. Ef Darwin gamli á einhvers staðar heima, þá er það í bisness. Ég held að það séu ennþá ótrúlega mörg tækifæri eftir á innlenda markaðnum. Seinnipartur ársins gæti falið í sér smá bakslag, þegar krónan gefur eftir. Þá er náttúrulega bara málið að vera með góðar undirstöður og hafa sterkar taugar. Ég bý yfir hvoru tveggja og lít björtum augum fram á veginn. Reyndar líka aftur á bak, en það er önnur saga. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira