Meirihlutinn heldur velli 29. apríl 2007 09:00 Litlar breytingar eru á fylgi flokkana frá því í könnun blaðsins í síðustu viku og allar breytingar eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 40,6 prósent fylgi og fengi samkvæmt því 27 þingmenn. Þetta er 0,6 prósentustigum minna en fylgi flokksins mældist með í síðustu viku, en vikmörk mælast nú 2,0 prósentustig fyrir flokkinn. Það þýðir að með 95 prósent vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 38,6 til 42,6 prósent. Fylgið er mun meira á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn fengi sextán þingmenn og mælist með 42,9 prósent fylgi. Mest er fylgið í Suðvesturkjördæmi þar sem 48,5 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Þá segjast 45,7 prósent svarenda í Suðurkjördæmi myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Minnst fylgi Sjálfstæðisflokksins er í Norðausturkjördæmi, þar sem 29,6 prósent styðja flokkinn. Alls fengi Sjálfstæðisflokkurinn ellefu þingmenn kjörna í landsbyggðarkjördæmunum. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn og kæmu þeir allir frá landsbyggðarkjördæmunum. Það þýðir að þrír ráðherrar flokksins; Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Jónína Bjartmarz kæmust ekki á þing. Fylgið mælist nú 10,1 prósent og skekkjumörk eru 1,3 prósentustig. Mest er fylgið í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir leiðir lista flokksins. Þar segjast 23,8 prósent myndu kjósa flokkinn. 5,4 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og eru vikmörk 0,9 prósentustig. Ef það yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn engan þingmann kjördæmakjörinn, en þrjá jöfnunarmenn; í Norðausturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, næði ekki kjöri. 22,5 prósent segjast nú myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn samkvæmt því 15 þingmenn kjörna. Þetta er aðeins meira fylgi en í síðustu viku þegar 20,3 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Vikmörk eru 1,7 prósentustig. Aðeins fleiri segja myndu kjósa flokkinn á höfuðborgarsvæðinu eða 23,9 prósent, en þar fengi flokkurinn níu þingmenn kjörna. Í landsbyggðarkjördæmunum segjast 20,2 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn þar sex þingmenn kjörna. Mest er fylgið í Reykjavíkurkjördæmi norður, 26,4 prósent. Minnst er fylgið í Suðurkjördæmi þar sem 18,8 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala örlítið og segjast nú 18,0 prósent myndu kjósa flokkinn, í stað 19,7 prósenta í síðustu viku, og fengi hann samkvæmt því tólf þingmenn kjörna. Vikmörk reiknast 1,6 prósentustig. Af þingmönnunum tólf kæmu fimm frá landsbyggðarkjördæmunum þremur, þar sem 17,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, en sjö frá höfuðborgarsvæðinu þar sem 18,0 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna er mest í Reykjavíkurkjördæmi norður, 22,2 prósent. Minnst er fylgi flokksins í Suðvesturkjördæmi, 13,0 prósent. Hringt var í 3.600 manns á kosningaaldri dagana 23. til 28. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og kjördæmum. Niðurstaða hvers kjördæmis var svo vigtuð til að fá landsfylgi hvers flokks. Spurt var „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú?" 61,4 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Hægt er að sjá nánar hvernig fylgi flokkana er í hverju kjördæmi fyrir sig og hvaða frambjóðendur kæmust á þing, væru þetta niðurstöður kosninga á síðu 18. Kosningar 2007 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Litlar breytingar eru á fylgi flokkana frá því í könnun blaðsins í síðustu viku og allar breytingar eru innan skekkjumarka. Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 40,6 prósent fylgi og fengi samkvæmt því 27 þingmenn. Þetta er 0,6 prósentustigum minna en fylgi flokksins mældist með í síðustu viku, en vikmörk mælast nú 2,0 prósentustig fyrir flokkinn. Það þýðir að með 95 prósent vissu er hægt að segja að fylgi flokksins sé á bilinu 38,6 til 42,6 prósent. Fylgið er mun meira á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn fengi sextán þingmenn og mælist með 42,9 prósent fylgi. Mest er fylgið í Suðvesturkjördæmi þar sem 48,5 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Þá segjast 45,7 prósent svarenda í Suðurkjördæmi myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Minnst fylgi Sjálfstæðisflokksins er í Norðausturkjördæmi, þar sem 29,6 prósent styðja flokkinn. Alls fengi Sjálfstæðisflokkurinn ellefu þingmenn kjörna í landsbyggðarkjördæmunum. Framsóknarflokkurinn fengi sex þingmenn og kæmu þeir allir frá landsbyggðarkjördæmunum. Það þýðir að þrír ráðherrar flokksins; Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra og Jónína Bjartmarz kæmust ekki á þing. Fylgið mælist nú 10,1 prósent og skekkjumörk eru 1,3 prósentustig. Mest er fylgið í Norðausturkjördæmi, þar sem Valgerður Sverrisdóttir leiðir lista flokksins. Þar segjast 23,8 prósent myndu kjósa flokkinn. 5,4 prósent segjast nú myndu kjósa Frjálslynda flokkinn og eru vikmörk 0,9 prósentustig. Ef það yrðu niðurstöður kosninga fengi flokkurinn engan þingmann kjördæmakjörinn, en þrjá jöfnunarmenn; í Norðausturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins, Magnús Þór Hafsteinsson, næði ekki kjöri. 22,5 prósent segjast nú myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn samkvæmt því 15 þingmenn kjörna. Þetta er aðeins meira fylgi en í síðustu viku þegar 20,3 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Vikmörk eru 1,7 prósentustig. Aðeins fleiri segja myndu kjósa flokkinn á höfuðborgarsvæðinu eða 23,9 prósent, en þar fengi flokkurinn níu þingmenn kjörna. Í landsbyggðarkjördæmunum segjast 20,2 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi flokkurinn þar sex þingmenn kjörna. Mest er fylgið í Reykjavíkurkjördæmi norður, 26,4 prósent. Minnst er fylgið í Suðurkjördæmi þar sem 18,8 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala örlítið og segjast nú 18,0 prósent myndu kjósa flokkinn, í stað 19,7 prósenta í síðustu viku, og fengi hann samkvæmt því tólf þingmenn kjörna. Vikmörk reiknast 1,6 prósentustig. Af þingmönnunum tólf kæmu fimm frá landsbyggðarkjördæmunum þremur, þar sem 17,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn, en sjö frá höfuðborgarsvæðinu þar sem 18,0 prósent segjast myndu kjósa flokkinn. Fylgi Vinstri grænna er mest í Reykjavíkurkjördæmi norður, 22,2 prósent. Minnst er fylgi flokksins í Suðvesturkjördæmi, 13,0 prósent. Hringt var í 3.600 manns á kosningaaldri dagana 23. til 28. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og kjördæmum. Niðurstaða hvers kjördæmis var svo vigtuð til að fá landsfylgi hvers flokks. Spurt var „Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú?" 61,4 prósent svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar. Hægt er að sjá nánar hvernig fylgi flokkana er í hverju kjördæmi fyrir sig og hvaða frambjóðendur kæmust á þing, væru þetta niðurstöður kosninga á síðu 18.
Kosningar 2007 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira