FME svarar fyrirspurnum um Bridge Group 9. febrúar 2007 16:09 Fjármálaeftirlitinu hefur borist fjöldi fyrirspurna varðandi starfsemi Bridge Group International, sem aflar og kynnir fjárfestingarmöguleika. Fjármálaeftirlitið segir starfsemi Bridge Group ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins né undir annarra eftirlitsstofnana í öðrum ríkjum auk þess sem fyrirtækið hafi ekki starfsleyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, að því er Fjármálaeftirlitið kemst næst. Þá segir Fjármálaeftirlitið á vefsíðu sinni að þau fyrirtæki sem meðlimir Bridge fái kynningu á í gegnum aðild sína á séu ekki skráð á markað. Þá segir Fjármálaeftirlitið: „Samkvæmt íslenskum lögum er almennt óheimilt að selja almenningi óskráð verðbréf nema á grundvelli útboðslýsingar í almennu útboði. Slíkar lýsingar þurfa að hljóta staðfestingu Fjármálaeftirlitsins áður en sala hefst. Slíkri staðfestingu er ætlað að stuðla að fjárfestavernd með því að tryggja að allar upplýsingar komi fram sem eru fjárfestum nauðsynlegar til þess að meta fjárfestingarkosti og að þær séu settar fram á skýran og greinargóðan hátt," og bætir við að af gefnu tilefni hafi Fjármálaeftirlitið hefur einungis staðfest eina lýsingu vegna fyrirtækis sem kynnt hefur verið meðlimum Bridge á Íslandi. Þar var um að ræða útboð á fyrirtækinu Mindark í nóvember 2005. Fjármálaeftirlitið tekur skýrt fram að kaup á verðbréfum eru í eðli sínu áhættufjárfesting og hvetur fjárfesta til að kynna sér vel þá áhættu sem felst í fjárfestingu bréfa sem þessum. „Fjárfestar eru hvattir til að leita sér ráðgjafar sérfræðinga áður en ákvörðun er tekin um að fjárfesta. Bridge veitir ekki slíka sérfræðiráðgjöf, eins og kemur fram í fyrirvara á heimasíðu Bridge. Fjárfestar eru einnig hvattir til að kynna sér vel efni lýsinga sem fylgja þeim fjárfestingarkostum sem standa til boða og að ganga úr skugga um að þær hafi hlotið staðfestingu þar til bærra yfirvalda," segir Fjármálaeftirlitið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Sjá meira
Fjármálaeftirlitinu hefur borist fjöldi fyrirspurna varðandi starfsemi Bridge Group International, sem aflar og kynnir fjárfestingarmöguleika. Fjármálaeftirlitið segir starfsemi Bridge Group ekki undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins né undir annarra eftirlitsstofnana í öðrum ríkjum auk þess sem fyrirtækið hafi ekki starfsleyfisskylda starfsemi samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, að því er Fjármálaeftirlitið kemst næst. Þá segir Fjármálaeftirlitið á vefsíðu sinni að þau fyrirtæki sem meðlimir Bridge fái kynningu á í gegnum aðild sína á séu ekki skráð á markað. Þá segir Fjármálaeftirlitið: „Samkvæmt íslenskum lögum er almennt óheimilt að selja almenningi óskráð verðbréf nema á grundvelli útboðslýsingar í almennu útboði. Slíkar lýsingar þurfa að hljóta staðfestingu Fjármálaeftirlitsins áður en sala hefst. Slíkri staðfestingu er ætlað að stuðla að fjárfestavernd með því að tryggja að allar upplýsingar komi fram sem eru fjárfestum nauðsynlegar til þess að meta fjárfestingarkosti og að þær séu settar fram á skýran og greinargóðan hátt," og bætir við að af gefnu tilefni hafi Fjármálaeftirlitið hefur einungis staðfest eina lýsingu vegna fyrirtækis sem kynnt hefur verið meðlimum Bridge á Íslandi. Þar var um að ræða útboð á fyrirtækinu Mindark í nóvember 2005. Fjármálaeftirlitið tekur skýrt fram að kaup á verðbréfum eru í eðli sínu áhættufjárfesting og hvetur fjárfesta til að kynna sér vel þá áhættu sem felst í fjárfestingu bréfa sem þessum. „Fjárfestar eru hvattir til að leita sér ráðgjafar sérfræðinga áður en ákvörðun er tekin um að fjárfesta. Bridge veitir ekki slíka sérfræðiráðgjöf, eins og kemur fram í fyrirvara á heimasíðu Bridge. Fjárfestar eru einnig hvattir til að kynna sér vel efni lýsinga sem fylgja þeim fjárfestingarkostum sem standa til boða og að ganga úr skugga um að þær hafi hlotið staðfestingu þar til bærra yfirvalda," segir Fjármálaeftirlitið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Sjá meira