Innlent

Fjölmennasta mál í sögu lögreglunnar

Hvuttinn Lúkas
Hvuttinn Lúkas

„Ég man í fljótu bragði ekki eftir fjölmennara máli, kærðir aðilar hafa stundum verið tíu til fimmtán, en ekki svona margir,“ segir Sigurbjörn Víðir Eggertsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Hann hefur verið laganna vörður hátt í fjörutíu ár.

Helgi Rafn Brynjarsson, fyrrum meintur hundaníðingur, hefur kært 100 netverja fyrir meiðyrði, hótanir og fleira. Eiginlegur glæpavettvangur er netið, þar sem mörg hundruð hótanir og ásakanir birtust.

„Aðalreglan er sú að brot skuli rannsakað þar sem það er framið,“ segir Sigurbjörn. Því gæti þurft að rannsaka það í öllum landsfjórðungum, en hann efast um að svo verði. Þetta er skoðað í lögfræðideild lögreglunnar.

Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga, bendir á að það gæti markað tímamót hvað varðar netið og hvað megi þar segja og ekki.

„Við skoðuðum til dæmis eina síðu. Frá því að meiðandi ummæli komu fram og þangað til daginn eftir var búið að skoða hana mörgþúsund sinnum, samkvæmt teljaranum. Ef slíkur spjallvefur er ekki fjölmiðill, þá veit ég ekki hvað telst fjölmiðill.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×