Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Sighvatur Jónsson skrifar 27. júlí 2007 19:27 Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. Nýjasta skýrslan um jarðgöng milli lands, sem var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun, gerði útslagið. Ríkisstjórnin vill ekki setja allt að áttatíu milljarða króna í göng til Eyja. Skýrslan var unnin af verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen í samstarfi við svissneska verkfræðistofu, sem hefur komið að virkjanaframkvæmdum á Íslandi undanfarna áratugi. Bætt verður við fimmtán aukaferðum með Herjólfi á ári, samkvæmt samkomulagi sem samgönguráðherra og fjármálaráðherra gengu frá í gegnum síma við forstjóra Eimskips, eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum fá þannig ósk sína uppfyllta um fleiri aukaferðir fyrir komandi Verslunarmannahelgi. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, segir að þeim ferðum verði raðað niður í samstarfi við Eyjamenn, í tengslum við Þjóðhátíð, knattspyrnumót og aðra viðburði sem kalli á auknar samgöngur. Næstu skref eru því framkvæmdir við Bakkafjöru, en verið er að ganga frá útboðslýsingu fyrir nýja ferju. Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir að ný ferja sem sigli þá leið taki 250 farþega og 50-60 bíla í hverri ferð, og að farnar verði 6-7 ferðir á dag. Eyjamenn hafa óskað eftir því að Bakkafjara verði tilbúin 2009 í stað 2010. Samgönguráðherra lofar engu þar um en vonar að Eyjamenn og aðrir þjappi sér saman um þann kost, nú þegar göng hafa verið slegin út af borðinu. Árni Johnsen, alþingismaður, harmar þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, segir hana ranga og ekki á rökum byggða. Árni segir þetta lítilsvirðingu og dónaskap við Eyjamenn og aðra sem hefðu getað nýtt sér þetta mannvirki. Hann segir alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum, og telur að þeim megi ljúka á viðunandi hátt fyrir um 50 milljónir. Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. Nýjasta skýrslan um jarðgöng milli lands, sem var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun, gerði útslagið. Ríkisstjórnin vill ekki setja allt að áttatíu milljarða króna í göng til Eyja. Skýrslan var unnin af verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen í samstarfi við svissneska verkfræðistofu, sem hefur komið að virkjanaframkvæmdum á Íslandi undanfarna áratugi. Bætt verður við fimmtán aukaferðum með Herjólfi á ári, samkvæmt samkomulagi sem samgönguráðherra og fjármálaráðherra gengu frá í gegnum síma við forstjóra Eimskips, eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum fá þannig ósk sína uppfyllta um fleiri aukaferðir fyrir komandi Verslunarmannahelgi. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, segir að þeim ferðum verði raðað niður í samstarfi við Eyjamenn, í tengslum við Þjóðhátíð, knattspyrnumót og aðra viðburði sem kalli á auknar samgöngur. Næstu skref eru því framkvæmdir við Bakkafjöru, en verið er að ganga frá útboðslýsingu fyrir nýja ferju. Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir að ný ferja sem sigli þá leið taki 250 farþega og 50-60 bíla í hverri ferð, og að farnar verði 6-7 ferðir á dag. Eyjamenn hafa óskað eftir því að Bakkafjara verði tilbúin 2009 í stað 2010. Samgönguráðherra lofar engu þar um en vonar að Eyjamenn og aðrir þjappi sér saman um þann kost, nú þegar göng hafa verið slegin út af borðinu. Árni Johnsen, alþingismaður, harmar þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, segir hana ranga og ekki á rökum byggða. Árni segir þetta lítilsvirðingu og dónaskap við Eyjamenn og aðra sem hefðu getað nýtt sér þetta mannvirki. Hann segir alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum, og telur að þeim megi ljúka á viðunandi hátt fyrir um 50 milljónir.
Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira