Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Sighvatur Jónsson skrifar 27. júlí 2007 19:27 Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. Nýjasta skýrslan um jarðgöng milli lands, sem var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun, gerði útslagið. Ríkisstjórnin vill ekki setja allt að áttatíu milljarða króna í göng til Eyja. Skýrslan var unnin af verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen í samstarfi við svissneska verkfræðistofu, sem hefur komið að virkjanaframkvæmdum á Íslandi undanfarna áratugi. Bætt verður við fimmtán aukaferðum með Herjólfi á ári, samkvæmt samkomulagi sem samgönguráðherra og fjármálaráðherra gengu frá í gegnum síma við forstjóra Eimskips, eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum fá þannig ósk sína uppfyllta um fleiri aukaferðir fyrir komandi Verslunarmannahelgi. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, segir að þeim ferðum verði raðað niður í samstarfi við Eyjamenn, í tengslum við Þjóðhátíð, knattspyrnumót og aðra viðburði sem kalli á auknar samgöngur. Næstu skref eru því framkvæmdir við Bakkafjöru, en verið er að ganga frá útboðslýsingu fyrir nýja ferju. Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir að ný ferja sem sigli þá leið taki 250 farþega og 50-60 bíla í hverri ferð, og að farnar verði 6-7 ferðir á dag. Eyjamenn hafa óskað eftir því að Bakkafjara verði tilbúin 2009 í stað 2010. Samgönguráðherra lofar engu þar um en vonar að Eyjamenn og aðrir þjappi sér saman um þann kost, nú þegar göng hafa verið slegin út af borðinu. Árni Johnsen, alþingismaður, harmar þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, segir hana ranga og ekki á rökum byggða. Árni segir þetta lítilsvirðingu og dónaskap við Eyjamenn og aðra sem hefðu getað nýtt sér þetta mannvirki. Hann segir alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum, og telur að þeim megi ljúka á viðunandi hátt fyrir um 50 milljónir. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. Nýjasta skýrslan um jarðgöng milli lands, sem var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun, gerði útslagið. Ríkisstjórnin vill ekki setja allt að áttatíu milljarða króna í göng til Eyja. Skýrslan var unnin af verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen í samstarfi við svissneska verkfræðistofu, sem hefur komið að virkjanaframkvæmdum á Íslandi undanfarna áratugi. Bætt verður við fimmtán aukaferðum með Herjólfi á ári, samkvæmt samkomulagi sem samgönguráðherra og fjármálaráðherra gengu frá í gegnum síma við forstjóra Eimskips, eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum fá þannig ósk sína uppfyllta um fleiri aukaferðir fyrir komandi Verslunarmannahelgi. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, segir að þeim ferðum verði raðað niður í samstarfi við Eyjamenn, í tengslum við Þjóðhátíð, knattspyrnumót og aðra viðburði sem kalli á auknar samgöngur. Næstu skref eru því framkvæmdir við Bakkafjöru, en verið er að ganga frá útboðslýsingu fyrir nýja ferju. Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir að ný ferja sem sigli þá leið taki 250 farþega og 50-60 bíla í hverri ferð, og að farnar verði 6-7 ferðir á dag. Eyjamenn hafa óskað eftir því að Bakkafjara verði tilbúin 2009 í stað 2010. Samgönguráðherra lofar engu þar um en vonar að Eyjamenn og aðrir þjappi sér saman um þann kost, nú þegar göng hafa verið slegin út af borðinu. Árni Johnsen, alþingismaður, harmar þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, segir hana ranga og ekki á rökum byggða. Árni segir þetta lítilsvirðingu og dónaskap við Eyjamenn og aðra sem hefðu getað nýtt sér þetta mannvirki. Hann segir alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum, og telur að þeim megi ljúka á viðunandi hátt fyrir um 50 milljónir.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira