Engin göng til Eyja - Árni Johnsen vill rannsaka áfram Sighvatur Jónsson skrifar 27. júlí 2007 19:27 Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. Nýjasta skýrslan um jarðgöng milli lands, sem var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun, gerði útslagið. Ríkisstjórnin vill ekki setja allt að áttatíu milljarða króna í göng til Eyja. Skýrslan var unnin af verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen í samstarfi við svissneska verkfræðistofu, sem hefur komið að virkjanaframkvæmdum á Íslandi undanfarna áratugi. Bætt verður við fimmtán aukaferðum með Herjólfi á ári, samkvæmt samkomulagi sem samgönguráðherra og fjármálaráðherra gengu frá í gegnum síma við forstjóra Eimskips, eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum fá þannig ósk sína uppfyllta um fleiri aukaferðir fyrir komandi Verslunarmannahelgi. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, segir að þeim ferðum verði raðað niður í samstarfi við Eyjamenn, í tengslum við Þjóðhátíð, knattspyrnumót og aðra viðburði sem kalli á auknar samgöngur. Næstu skref eru því framkvæmdir við Bakkafjöru, en verið er að ganga frá útboðslýsingu fyrir nýja ferju. Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir að ný ferja sem sigli þá leið taki 250 farþega og 50-60 bíla í hverri ferð, og að farnar verði 6-7 ferðir á dag. Eyjamenn hafa óskað eftir því að Bakkafjara verði tilbúin 2009 í stað 2010. Samgönguráðherra lofar engu þar um en vonar að Eyjamenn og aðrir þjappi sér saman um þann kost, nú þegar göng hafa verið slegin út af borðinu. Árni Johnsen, alþingismaður, harmar þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, segir hana ranga og ekki á rökum byggða. Árni segir þetta lítilsvirðingu og dónaskap við Eyjamenn og aðra sem hefðu getað nýtt sér þetta mannvirki. Hann segir alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum, og telur að þeim megi ljúka á viðunandi hátt fyrir um 50 milljónir. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu samgönguráðherra um að hætta öllum áformum um jarðgöng til Vestmannaeyja vegna mikils kostnaðar og óvissu. Árni Johnsen, alþingismaður, telur alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum vegna málsins. Samkomulag hefur náðst um fimmtán aukaferðir á ári með Herjólfi. Nýjasta skýrslan um jarðgöng milli lands, sem var tekin fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun, gerði útslagið. Ríkisstjórnin vill ekki setja allt að áttatíu milljarða króna í göng til Eyja. Skýrslan var unnin af verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen í samstarfi við svissneska verkfræðistofu, sem hefur komið að virkjanaframkvæmdum á Íslandi undanfarna áratugi. Bætt verður við fimmtán aukaferðum með Herjólfi á ári, samkvæmt samkomulagi sem samgönguráðherra og fjármálaráðherra gengu frá í gegnum síma við forstjóra Eimskips, eftir ríkisstjórnarfundinn í morgun. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum fá þannig ósk sína uppfyllta um fleiri aukaferðir fyrir komandi Verslunarmannahelgi. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, segir að þeim ferðum verði raðað niður í samstarfi við Eyjamenn, í tengslum við Þjóðhátíð, knattspyrnumót og aðra viðburði sem kalli á auknar samgöngur. Næstu skref eru því framkvæmdir við Bakkafjöru, en verið er að ganga frá útboðslýsingu fyrir nýja ferju. Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar, segir að ný ferja sem sigli þá leið taki 250 farþega og 50-60 bíla í hverri ferð, og að farnar verði 6-7 ferðir á dag. Eyjamenn hafa óskað eftir því að Bakkafjara verði tilbúin 2009 í stað 2010. Samgönguráðherra lofar engu þar um en vonar að Eyjamenn og aðrir þjappi sér saman um þann kost, nú þegar göng hafa verið slegin út af borðinu. Árni Johnsen, alþingismaður, harmar þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar, segir hana ranga og ekki á rökum byggða. Árni segir þetta lítilsvirðingu og dónaskap við Eyjamenn og aðra sem hefðu getað nýtt sér þetta mannvirki. Hann segir alla flokka hafa svikið kosningaloforð um að ljúka rannsóknum, og telur að þeim megi ljúka á viðunandi hátt fyrir um 50 milljónir.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira