Ofar en Ozzy og Winehouse 27. júlí 2007 03:00 Hafdís þótti standa sig ákaflega vel á tónleikunum í Svíþjóð. mynd/johan eckerström Tónlistarkonan Hafdís Huld hefur fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á tónlistarhátíðinni Hultsfred í Svíþjóð sem var haldin á dögunum. Hultsfred er ein stærsta tónlistarhátíðin á Norðurlöndunum og í ár komu 160 hljómsveitir frá öllum heimshornum þar fram. Í blaðinu Nojesguiden var birtur listi yfir fimm bestu tónleikana og lenti Hafdís þar í efsta sæti. Fyrir neðan hana voru þekkt nöfn á borð við Ozzy Osbourne, 50 Cent, Amy Winehouse, Korn og Manic Street Preachers. Lenti Winehouse til að mynda í fimmta sæti á listanum. „Þetta var heillandi blanda af krúttlegheitum, fínum poppperlum og skemmtilegum ukulele-leik,“ sagði í blaðinu. Að auki líkti blaðamaðurinn plötu Hafdísar, Dirty Paper Cup, við jarðarberjatínslu sumarsins. Sænska dagblaðið Östran setti tónleika Hafdísar á topp tíu hjá sér auk þess sem frammistaða hennar fékk fjóra af fimm í einkunn á netsíðunni sydmark.se. Tónlist Hafdísar Huldar er gefin út af Playground music á Norðurlöndunum og er stefnt á að hljómsveit hennar fari þangað í tónleikaferðalag á haustmánuðum. Fyrstu tónleikar Hafdísar á Íslandi verða í Salnum Kópavogi þann 9. ágúst næstkomandi. Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarkonan Hafdís Huld hefur fengið mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína á tónlistarhátíðinni Hultsfred í Svíþjóð sem var haldin á dögunum. Hultsfred er ein stærsta tónlistarhátíðin á Norðurlöndunum og í ár komu 160 hljómsveitir frá öllum heimshornum þar fram. Í blaðinu Nojesguiden var birtur listi yfir fimm bestu tónleikana og lenti Hafdís þar í efsta sæti. Fyrir neðan hana voru þekkt nöfn á borð við Ozzy Osbourne, 50 Cent, Amy Winehouse, Korn og Manic Street Preachers. Lenti Winehouse til að mynda í fimmta sæti á listanum. „Þetta var heillandi blanda af krúttlegheitum, fínum poppperlum og skemmtilegum ukulele-leik,“ sagði í blaðinu. Að auki líkti blaðamaðurinn plötu Hafdísar, Dirty Paper Cup, við jarðarberjatínslu sumarsins. Sænska dagblaðið Östran setti tónleika Hafdísar á topp tíu hjá sér auk þess sem frammistaða hennar fékk fjóra af fimm í einkunn á netsíðunni sydmark.se. Tónlist Hafdísar Huldar er gefin út af Playground music á Norðurlöndunum og er stefnt á að hljómsveit hennar fari þangað í tónleikaferðalag á haustmánuðum. Fyrstu tónleikar Hafdísar á Íslandi verða í Salnum Kópavogi þann 9. ágúst næstkomandi.
Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira