Útgerðarmaður flutningaskips kominn um borð 9. febrúar 2007 12:30 Heitt var í kolunum um borð í flutningaskipinu Castor Star í Grundartangahöfn í morgun þegar grískur útgerðarmaður skipsins kom um borð. Nær öll áhöfnin hefur ekki fengið laun í um 5 mánuði og kostur um borð mun vera af skornum skammti. Siglingastofnun kannar nú skráningarpappíra skipsins. Skipið kom með súrál á Grundartanga í fyrradag. Eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands kannaði aðbúnað. Skipverjar, sem eru frá Georgíu og Úkraínu, sögðust ekki hafa fengið laun greidd frá í september og auk þess hefðu þeir ekki fengið almennilegan mat í þrjár vikur. Athugun þá mun hafa leitt í ljós að matur var af skornum skammti og illa farinn og því stöðvuðu Sjómannafélagið og Alþjóðaflutningasambandið uppskipun í hádeginu í gær. Fulltrúi Siglingastofnunar kom síðan um borð í morgun til að kanna skipið og pappíra því tengdu. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom þó kjöt- og fiskmeti í ljós í lokuðum hyrslum. Sá matur mun þó aðeins hafa verið aðgengilegur skipstjóra og auk þess nokkuð úldinn. Birgir Hólm Björgvinsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélagsins, segir skipverja hrædda um að missa vinnuna og fara á svartan lista. Hann segir fulltrúa félagsins hafa dvalið um borð með skipverjum í nótt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom útgerðarmaður skipsins hingað til lands í nótt. Birgir segir að hitnað hafi í kolunum þegar hann kom um borð í morgun í fylgd íslensks lögfræðings. Hann mun hafa rætt við hvern skipverja í einrúmi og gert þá kröfu að þeir hæfu aftur störf. Því munu þeir hafa neitað enda hafi þeir allir, utan skipstjóri og yfirvélstjóri, skrifað undir skjal um að þeir vilji nýja samninga sem fari að reglum Alþjóðaflutningasambandsins. Útgerðarmaðurinn mun enn um borð í skipinu og óvíst hvaða stefnu málið tekur í dag. Fréttir Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Heitt var í kolunum um borð í flutningaskipinu Castor Star í Grundartangahöfn í morgun þegar grískur útgerðarmaður skipsins kom um borð. Nær öll áhöfnin hefur ekki fengið laun í um 5 mánuði og kostur um borð mun vera af skornum skammti. Siglingastofnun kannar nú skráningarpappíra skipsins. Skipið kom með súrál á Grundartanga í fyrradag. Eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands kannaði aðbúnað. Skipverjar, sem eru frá Georgíu og Úkraínu, sögðust ekki hafa fengið laun greidd frá í september og auk þess hefðu þeir ekki fengið almennilegan mat í þrjár vikur. Athugun þá mun hafa leitt í ljós að matur var af skornum skammti og illa farinn og því stöðvuðu Sjómannafélagið og Alþjóðaflutningasambandið uppskipun í hádeginu í gær. Fulltrúi Siglingastofnunar kom síðan um borð í morgun til að kanna skipið og pappíra því tengdu. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom þó kjöt- og fiskmeti í ljós í lokuðum hyrslum. Sá matur mun þó aðeins hafa verið aðgengilegur skipstjóra og auk þess nokkuð úldinn. Birgir Hólm Björgvinsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélagsins, segir skipverja hrædda um að missa vinnuna og fara á svartan lista. Hann segir fulltrúa félagsins hafa dvalið um borð með skipverjum í nótt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kom útgerðarmaður skipsins hingað til lands í nótt. Birgir segir að hitnað hafi í kolunum þegar hann kom um borð í morgun í fylgd íslensks lögfræðings. Hann mun hafa rætt við hvern skipverja í einrúmi og gert þá kröfu að þeir hæfu aftur störf. Því munu þeir hafa neitað enda hafi þeir allir, utan skipstjóri og yfirvélstjóri, skrifað undir skjal um að þeir vilji nýja samninga sem fari að reglum Alþjóðaflutningasambandsins. Útgerðarmaðurinn mun enn um borð í skipinu og óvíst hvaða stefnu málið tekur í dag.
Fréttir Innlent Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira