Sálfræðingur aðstoðar vitni í Baugsmálinu 20. febrúar 2007 18:43 Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið vitnum í Baugsmálinu til aðstoðar en ákærðu segja málið hafa reynt mjög á sig. Í dag var dómnum sýndur tölvupóstur frá settum ríkissaksóknara, sem einn af lögmönnum Baugs hafði falsað. Tölvupóstar hafa gengt miklu hlutverki í réttarhöldunum og hafa þeir verið notaðir til að sýna fram á hug manna á þeim tíma sem meint brot í Baugsmálinu áttu sér stað. Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, sýndi í dag dómurum í Baugsmálinu tölvupóst frá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara, til Tryggva en einn af aðstoðarlögmönnum Baugsmanna falsaði póstinn. Jakob vildi sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta en nokkrir tölvupóstanna sem lagðir hafa verið fram í málinu fundust aðeins í tölvu Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður Tómas ætlar nú að láta fara yfir falsaða póstinn en tók fram að sérfræðingar hefðu metið tölvupóstana sem lagðir voru fram. Almenningsálitið hefur sitt í segja í máli sem þessu. Við upphaf aðalmeðferðar í síðustu viku mættu Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir með Bónus og Hagkaupspoka. Ekki er vitað hvort það hafi verið hluti af einhverri ímyndarherferð en Bónuspoki hefur legið undir borði aðstoðarlögfræðinga Baugsmanna í málinu. Í gær mætti svo Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, í réttarsal. Hann hefur verið Baugsmönnum til aðstoðar og ráðgjafar. Í samtali við fréttastofu sagði Jóhann Ingi að hann hefði unnið ráðgjafastörf fyrir Baug árum saman og þeir sem séu vitni og ákærðir í Baugsmálinu séu í hópi vina hans. "Þetta mál er einnig athyglisvert sálfræðilega enda felur þetta í sér gríðarlegt álag á ákærða og vitni í málinu", segir Jóhann Ingi. Í yfirheyrslum yfir Tryggva Jónssyni, hefur komið fram að handtaka hans í upphafi málsins hafi fengið mjög á hann. Honum var haldið í sólarhring án matar og lét hann saksóknara í gær heyra að menn yrðu að reyna það á eigin skinni að upplifa svo þungbæra reynslu. Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið vitnum í Baugsmálinu til aðstoðar en ákærðu segja málið hafa reynt mjög á sig. Í dag var dómnum sýndur tölvupóstur frá settum ríkissaksóknara, sem einn af lögmönnum Baugs hafði falsað. Tölvupóstar hafa gengt miklu hlutverki í réttarhöldunum og hafa þeir verið notaðir til að sýna fram á hug manna á þeim tíma sem meint brot í Baugsmálinu áttu sér stað. Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, sýndi í dag dómurum í Baugsmálinu tölvupóst frá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara, til Tryggva en einn af aðstoðarlögmönnum Baugsmanna falsaði póstinn. Jakob vildi sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta en nokkrir tölvupóstanna sem lagðir hafa verið fram í málinu fundust aðeins í tölvu Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður Tómas ætlar nú að láta fara yfir falsaða póstinn en tók fram að sérfræðingar hefðu metið tölvupóstana sem lagðir voru fram. Almenningsálitið hefur sitt í segja í máli sem þessu. Við upphaf aðalmeðferðar í síðustu viku mættu Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir með Bónus og Hagkaupspoka. Ekki er vitað hvort það hafi verið hluti af einhverri ímyndarherferð en Bónuspoki hefur legið undir borði aðstoðarlögfræðinga Baugsmanna í málinu. Í gær mætti svo Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, í réttarsal. Hann hefur verið Baugsmönnum til aðstoðar og ráðgjafar. Í samtali við fréttastofu sagði Jóhann Ingi að hann hefði unnið ráðgjafastörf fyrir Baug árum saman og þeir sem séu vitni og ákærðir í Baugsmálinu séu í hópi vina hans. "Þetta mál er einnig athyglisvert sálfræðilega enda felur þetta í sér gríðarlegt álag á ákærða og vitni í málinu", segir Jóhann Ingi. Í yfirheyrslum yfir Tryggva Jónssyni, hefur komið fram að handtaka hans í upphafi málsins hafi fengið mjög á hann. Honum var haldið í sólarhring án matar og lét hann saksóknara í gær heyra að menn yrðu að reyna það á eigin skinni að upplifa svo þungbæra reynslu.
Fréttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira