Viðskipti innlent

Systirin selur bræðrum sínum

Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir hafa keypt ríflega fjórðungshlut Ingunnar, systur þeirra, í alþjóðlega fjárfestingarfélaginu Milestone og eiga þar með félagið að öllu leyti. „Við höfum verið í farsælu samstarfi í nokkur ár. Það lá fyrir tilboð frá henni til okkar bræðra sem við tókum. Tímapunkturinn var því ágætur fyrir alla," segir Karl.

„Mig langaði til að vera sjálfstæð og ákvað því í samráði við bræðurna að fara út úr Milestone," segir Ingunn. Hún stofnaði fyrir ári síðan sitt eigið fyrirtæki sem nefnist Inn fjárfesting og sinnir góðgerðarmálum og fjárfestingum, meðal annars á sviði menningar og lista.

Milestone skilaði 21,4 milljarða hagnaði árið 2006. Félagið á meðal annars Sjóvá, Askar Capital og eignarhluti í Actavis og Glitni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×