Innlent

Þjónusta við geðfatlaða færist til borgarinnar

MYND/Getty Images

Til stendur að Reykjavíkurborg taki að sér uppbyggingu búsetu og þjónustu við geðfatlað fólk í Reykjavík. Velferðarráð borgarinnar samþykkti á fundi í gær að verða við beiðni Félagsmálaráðuneytisins um viðræður þess efnis.

Tilfærsla málaflokksins byggir á hugmyndum um gildi þess að færa þjónustu við fólk með geðraskanir út í samfélagið. Þannig fari hún frá hefðbundnum sjúkrastofnunum. Heppilegast er að veita þjónustuna sem næst íbúunum segir í fréttatilkynningu frá velferðarráði.

Um er að ræða þjónustu við um það bil 80 einstaklinga sem búsettir eru í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×