Persónuvernd með Alcoa til skoðunar 5. maí 2007 01:30 Spurt er ítarlega um heilsufarssögu starfsmanna og fjölskyldu þeirra á umsóknareyðublaðinu. Persónuvernd hefur til skoðunar hvort Alcoa-Fjarðaál kunni að ganga of langt, og hugsanlega brjóta lög, með því að láta starfsmenn fylla út ítarleg eyðublöð um heilsufar sitt og félagslíf, auk ítarlegra upplýsinga um heilsufar fjölskyldu viðkomandi. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, staðfesti að umsóknareyðublöð þar sem ítarlegra upplýsinga er krafist væru til skoðunar hjá stofnuninni en hún væri ekki langt komin. Meðal annars er spurt ítarlega úti í sjúkdóma- og veikindasögu fjölskyldu starfsmanna. Spurt er um hvort hátt kólesteról sé vandamál hjá fjölskyldumeðlimum, blóðleysi, astmi, áfengissýki, offita og aðrir alvarlegri sjúkdómar, til dæmis hjartaáföll og krabbamein. Ítarlega er spurt út í félagslega sögu starfsmanna. Undir liðnum áfengisnotkun eru umsækjendur spurðir hvort þeim hafi „liðið illa eða verið með samviskubit vegna notkunar áfengis eða vímuefna“ og einnig hvort viðkomandi hafi „orðið pirraður á einhverjum sem gagnrýnir“ hann fyrir notkun áfengis eða vímuefna. Umsækjendur er vinsamlegast beðinn um að veita sem „ítarlegastar upplýsingar.“ Tekið er fram að upplýsingarnar séu ekki veittar þriðja aðila nema „lögleg krafa eða heimild leyfi það.“ Einnig kemur fram að upplýsingunum sé ætlað að veita bakgrunn fyrir heilsufarsskrá starfsmanna og vera lækni til hliðsjónar við heilsufarsskoðun. Stjórnendur fá ekki aðgang að upplýsingunum samkvæmt því er fram kemur á umsóknareyðublaðinu. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa-Fjarðaáls, segir fyrirtækið vera með þessu að tryggja að öryggi og heilsa starfsmanna sé í algjörum forgangi hjá fyrirtækinu, því hægt sé að taka tillit til heilsufars starfsmanna þegar fundið er starf fyrir þá. Heilsufarsupplýsingarnar eru geymdar hjá fyrirtækinu InPro sem veitir Alcoa-Fjarðaál ráðgjöf um hvernig best sé að tryggja öryggi starfsmanna fyrirtækisins, með tilliti til upplýsinganna sem eru í gagnagrunninum. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Persónuvernd hefur til skoðunar hvort Alcoa-Fjarðaál kunni að ganga of langt, og hugsanlega brjóta lög, með því að láta starfsmenn fylla út ítarleg eyðublöð um heilsufar sitt og félagslíf, auk ítarlegra upplýsinga um heilsufar fjölskyldu viðkomandi. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, staðfesti að umsóknareyðublöð þar sem ítarlegra upplýsinga er krafist væru til skoðunar hjá stofnuninni en hún væri ekki langt komin. Meðal annars er spurt ítarlega úti í sjúkdóma- og veikindasögu fjölskyldu starfsmanna. Spurt er um hvort hátt kólesteról sé vandamál hjá fjölskyldumeðlimum, blóðleysi, astmi, áfengissýki, offita og aðrir alvarlegri sjúkdómar, til dæmis hjartaáföll og krabbamein. Ítarlega er spurt út í félagslega sögu starfsmanna. Undir liðnum áfengisnotkun eru umsækjendur spurðir hvort þeim hafi „liðið illa eða verið með samviskubit vegna notkunar áfengis eða vímuefna“ og einnig hvort viðkomandi hafi „orðið pirraður á einhverjum sem gagnrýnir“ hann fyrir notkun áfengis eða vímuefna. Umsækjendur er vinsamlegast beðinn um að veita sem „ítarlegastar upplýsingar.“ Tekið er fram að upplýsingarnar séu ekki veittar þriðja aðila nema „lögleg krafa eða heimild leyfi það.“ Einnig kemur fram að upplýsingunum sé ætlað að veita bakgrunn fyrir heilsufarsskrá starfsmanna og vera lækni til hliðsjónar við heilsufarsskoðun. Stjórnendur fá ekki aðgang að upplýsingunum samkvæmt því er fram kemur á umsóknareyðublaðinu. Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa-Fjarðaáls, segir fyrirtækið vera með þessu að tryggja að öryggi og heilsa starfsmanna sé í algjörum forgangi hjá fyrirtækinu, því hægt sé að taka tillit til heilsufars starfsmanna þegar fundið er starf fyrir þá. Heilsufarsupplýsingarnar eru geymdar hjá fyrirtækinu InPro sem veitir Alcoa-Fjarðaál ráðgjöf um hvernig best sé að tryggja öryggi starfsmanna fyrirtækisins, með tilliti til upplýsinganna sem eru í gagnagrunninum.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira