Innlent

Skipstjóraskóli fyrir stórskip heimshafanna verði á Akureyri

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hvetur til þess að Íslendingar mennti þúsundir manna til að stýra stærstu skipum heimshafanna. Hann vill að komið verði á fót slíkum skipstjórnarskóla stórskipa í samstarfi Háskólans á Akureyri og útgerða við Eyjafjörð.

Þótt starfandi skipstjórar, stýrimenn og vélstjórar séu hátt í þrjú þúsund talsins hérlendis eru flestir þeirra á litlum skipum. Forstjóri Samherja kynnti þá hugmynd á fundi í Grímsey í vikunni að Íslendingar færu að mennta stjórnendur fyrir risaskip í stórum stíl. Hann sér fyrir sér að mörg þúsund Íslendingar geti starfað við þetta í framtíðinni í vellaunuðum störfum og bendir á reynslu Færeyinga en hann áætlar að um þúsund Færeyingar gegni slíkum störfum víða um heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×