Fótbolti

Gullit ráðinn þjálfari LA Galaxy

NordicPhotos/GettyImages

Eins og fram kom hér á Vísi í gær reyndist sá orðrómur réttur að Hollendingurinn Ruud Gullit væri að taka við liði David Beckham í Bandaríkjunum. Gullit hefur skrifað undir þriggja ára samning við LA Galaxy skv bandarískum miðlum.

Gullit var sigursæll sem leikmaður á sínum tíma og varð Evrópumeistari með Hollandi, tvisvar Evrópumeistari félagsliða með AC Milan og þrisvar Ítalíumeistari með liðinu.

Sem þjálfari gerði hann fína huti hjá Chelsea á sínum tíma og var síðar hjá Newcastle og síðast Feyenoord í heimalandinu. Hann hefur unnið sem sjónvarpsmaður í kring um knattspyrnu síðan árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×