Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum enn á uppleið

Wilhelm Pettersen, forstjóri olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum, en gengi félagsins hefur hækkað um rúm 330 prósent á árinu.
Wilhelm Pettersen, forstjóri olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum, en gengi félagsins hefur hækkað um rúm 330 prósent á árinu.

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,32 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag og stendur nú í hæstu hæðum. Félagið hefur verið á þeysireið þrátt fyrir óróleika á hlutabréfamörkuðum og rokið upp um rúm 330 prósent það sem af er árs.

Þá hækkaði gengi hlutabréfa almennt í dag eftir talsverðan óróleika á mörkuðum hér heima og erlendis í vikunni. Gengi bréfa í fjármálafyrirtækjum fylgja á hæla færeyska olíuleitarfélagsins í hækkun dagsins og leiðir Kaupþing lestina. Gengi bankans hefur hækkað um 2,7 prósent það sem af er dags.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,65 prósent og stendur vísitalan í 7.421 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×