Innlent

Helgi í Góu dæmdur til að greiða 200 þúsund í sekt

Andri Ólafsson skrifar
Helgi Vilhjálmsson í Góu
Helgi Vilhjálmsson í Góu

Helgi Vilhjálmsson athafnamaður, of kenndur við Góu, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ráðið til sín í vinnu þrjár konur sem ekki höfðu tilskilinn atvinnu og dvalarleyfi.

Tveir fyrrverandi Félagsmálaráðherrar voru kallaðir fyrir dóm vegna málsins.

Konurnar þrjár, sem allar eru frá Serbíu, komu hingað til lands árið 2005 til að leika knattspyrnu fyrir meistaraflokk Hauka. Helgi er einn aðal styrktaraðila íþróttafélagsins og var komist að samkomulagi um það að konurnar fengju vinnu hjá Helga samhliða því sem þær léku knattspyrnu fyrir Hauka.

Konurnar þrjár þóttu ekki standa undir væntinum hjá Haukum og voru því leystar undan samningum sínum við liðið. Helgi var allt annað en óánægður með starfskrafta þeirra og vilda ólmur halda þeim áfram. Enda var að hans sögn erfitt að fá fólk í vinnu á þessum tíma.

Helgi hóf því að vinna í því að útvega stúlkunum dvalar og atvinnuleyfi, þar sem þau leyfi sem konurnar höfðu runnu út þegar þær voru leystar undan samningi sínum við knattspyrnudeild Hauka. Það gekk erfiðlega að fá leyfin þrátt fyrir að Helgi hafi gengið á fund tveggja Félagsmálaráðherra til að reka á eftir erindi sínu, Magnúsar Stefánssonar og Jóns Kristjánssonar.

Erindi Helga var ávallt synjað en Helgi hélt áfram að hafa konurnar í vinnu og greiða þeim laun. Þegar útséð var um að þær mundu fá leyfi yfirgáfu konurnar landið í byrjun árs 2006.

Þá var málinu ekki lokið heldur var ákæra gefin út á hendur Helga sem þurfti svo í dag að punga út 200 þúsund krónum fyrir að hafa konurnar í vinnu á meðan hann reyndi að útvega þeim leyfi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×