Helgi í Góu dæmdur til að greiða 200 þúsund í sekt Andri Ólafsson skrifar 23. nóvember 2007 15:54 Helgi Vilhjálmsson í Góu Helgi Vilhjálmsson athafnamaður, of kenndur við Góu, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ráðið til sín í vinnu þrjár konur sem ekki höfðu tilskilinn atvinnu og dvalarleyfi. Tveir fyrrverandi Félagsmálaráðherrar voru kallaðir fyrir dóm vegna málsins. Konurnar þrjár, sem allar eru frá Serbíu, komu hingað til lands árið 2005 til að leika knattspyrnu fyrir meistaraflokk Hauka. Helgi er einn aðal styrktaraðila íþróttafélagsins og var komist að samkomulagi um það að konurnar fengju vinnu hjá Helga samhliða því sem þær léku knattspyrnu fyrir Hauka. Konurnar þrjár þóttu ekki standa undir væntinum hjá Haukum og voru því leystar undan samningum sínum við liðið. Helgi var allt annað en óánægður með starfskrafta þeirra og vilda ólmur halda þeim áfram. Enda var að hans sögn erfitt að fá fólk í vinnu á þessum tíma. Helgi hóf því að vinna í því að útvega stúlkunum dvalar og atvinnuleyfi, þar sem þau leyfi sem konurnar höfðu runnu út þegar þær voru leystar undan samningi sínum við knattspyrnudeild Hauka. Það gekk erfiðlega að fá leyfin þrátt fyrir að Helgi hafi gengið á fund tveggja Félagsmálaráðherra til að reka á eftir erindi sínu, Magnúsar Stefánssonar og Jóns Kristjánssonar. Erindi Helga var ávallt synjað en Helgi hélt áfram að hafa konurnar í vinnu og greiða þeim laun. Þegar útséð var um að þær mundu fá leyfi yfirgáfu konurnar landið í byrjun árs 2006. Þá var málinu ekki lokið heldur var ákæra gefin út á hendur Helga sem þurfti svo í dag að punga út 200 þúsund krónum fyrir að hafa konurnar í vinnu á meðan hann reyndi að útvega þeim leyfi. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Helgi Vilhjálmsson athafnamaður, of kenndur við Góu, var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ráðið til sín í vinnu þrjár konur sem ekki höfðu tilskilinn atvinnu og dvalarleyfi. Tveir fyrrverandi Félagsmálaráðherrar voru kallaðir fyrir dóm vegna málsins. Konurnar þrjár, sem allar eru frá Serbíu, komu hingað til lands árið 2005 til að leika knattspyrnu fyrir meistaraflokk Hauka. Helgi er einn aðal styrktaraðila íþróttafélagsins og var komist að samkomulagi um það að konurnar fengju vinnu hjá Helga samhliða því sem þær léku knattspyrnu fyrir Hauka. Konurnar þrjár þóttu ekki standa undir væntinum hjá Haukum og voru því leystar undan samningum sínum við liðið. Helgi var allt annað en óánægður með starfskrafta þeirra og vilda ólmur halda þeim áfram. Enda var að hans sögn erfitt að fá fólk í vinnu á þessum tíma. Helgi hóf því að vinna í því að útvega stúlkunum dvalar og atvinnuleyfi, þar sem þau leyfi sem konurnar höfðu runnu út þegar þær voru leystar undan samningi sínum við knattspyrnudeild Hauka. Það gekk erfiðlega að fá leyfin þrátt fyrir að Helgi hafi gengið á fund tveggja Félagsmálaráðherra til að reka á eftir erindi sínu, Magnúsar Stefánssonar og Jóns Kristjánssonar. Erindi Helga var ávallt synjað en Helgi hélt áfram að hafa konurnar í vinnu og greiða þeim laun. Þegar útséð var um að þær mundu fá leyfi yfirgáfu konurnar landið í byrjun árs 2006. Þá var málinu ekki lokið heldur var ákæra gefin út á hendur Helga sem þurfti svo í dag að punga út 200 þúsund krónum fyrir að hafa konurnar í vinnu á meðan hann reyndi að útvega þeim leyfi.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira