Erlent

Brúðarmeyjar til leigu

Af hverju ekki að ráða brúðarmeyjar, rétt eins og hárgreiðslu- og förðunarfólk?
Af hverju ekki að ráða brúðarmeyjar, rétt eins og hárgreiðslu- og förðunarfólk? MYND/Getty Images

Kínversk stúlka hefur stofnað fyrirtæki sem séhæfir sig í leigu á brúðarmeyjum. Xu Lisha er nemandi í Tækniskólanum í Tianjin. Í auglýsingu á internetinu leitar hún að grönnum háskólanemum, glæsilegum í útliti, sem hafi hæfileika til að bregðast fljótt og vel við atvikum í brúðkaupum.

Xu sagði Daily News að henni fyndist nemendur hafa almennt góða mannasiði og þeir hefðu auk þess þörf fyrir aukapening.

Í þrígang hefur Xu ráðið sjálfa sig sem brúðarmey. Hún segist hafa fengið hugmyndina eftir að átta sig á eftirspurninni.

Xu segir stöðu brúðarmeyja eiga fullan rétt á sér á leigumarkaði. "Rétt eins og staða veislustjóra, ljósmyndara og förðunarfræðings."

Frumkvöðullin ungi sagði að lokum: "Það verður í tísku hjá brúðhjónum framtíðarinnar að leigja fagfólk í stöðu brúðarmeyja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×