Erlent

Mótmæla í rúminu

Bandarískt par mótmælir nú í rúminu heima hjá sér að hætti Johns Lennons og Yoko Ono, gegn stríðinu í Írak. Ernie og Lynn Seewer frá Mobile í Alabama hafa fært rúmið sitt inn í stofu og vilja að aðrir fylgi fordæmi sínu.

Ernie sagði Press-Register að eins og John Lennon væri honum sama að gera sig að fífli, ef skilaboðin kæmust áfram. Ernie kennir fjölmiðlaframleiðslu í háskólanum í suður Alabama.

Hann segist hafa fengið hugmyndina á Þakkargjörðarhátíðinni; "Þegar allir sátu við borðið og borðuðu kalkún á meðan hermennirnir okkar eru að deyja í Írak."

Lynn sem er lestrarkennari sagði að hún hefði reynt að skrifa bréf, hringja og senda email eftir réttum leiðum, en það hafi ekki borið árangur

Seewers hjónin munu mæta til vinnu sinnar og sinna daglegum verkum þrátt fyrir mótmælin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×