Innlent

Óttast bakslag í jafnréttisbaráttu

Kristín Ástgeirsdóttir
Kristín Ástgeirsdóttir

„Stundum heyrir maður raddir um að jafnréttis­baráttan hafi orðið til þess að tekið hafi að halla á karlmenn,“ segir Kristín Ástgeirsdóttir, nýskipuð framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Hún segir um­­ræðuna þá komna í öngstræti.

Þegar litið sé á stöðu kvenna annars vegar og karla hins vegar hljóti fólk að átta sig á því að karlmenn ráði enn lögum og lofum. „Sjáið ríkis­stjórn­ina, Hæstarétt, fjármála­kerfið, íslensku útrásina og aðra staði þar sem völdin eru,“ segir hún.

Kristín segist óttast að bakslag hafi orðið í jafnréttisbaráttu og ætlar að beita sér fyrir því að kennsla í kynjafræðum verði í skólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×