Næga atvinnu að hafa á Vopnafirði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2024 14:30 Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, sem er ánægður hvað allt gengur ljómandi vel í sveitarfélaginu og mikill kraftur á öllum sviðum. Aðsend Allir sem að vettlingi geta valdið og vantar vinnu geta fengið vinnu á Vopnafirði enda nóg að gera þar og atvinnulífið blómstrar, sem aldrei fyrr. Það er engin lognmolla í Vopnafjarðarhreppi því þar blómstrar menningin, ferðaþjónustuna og önnur starfsemi, auk atvinnulífsins, sem hefur sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Valdimar O. Hermannsson er sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. „Menn eru svona að setja sig í stellingar um allskonar framkvæmdir og við leggjum mikið upp úr því að hafa bæinn snyrtilegan yfir sumartímann til þess að taka vel á móti gestum,” segir Valdimar og bætir við. „Það er margt í gangi og nýlega farin af stað vertíð í makrílnum og þetta er náttúrulega mikið sjávarútvegstengd en líka laxveiðitengd og það er mikil uppbygging í kringum laxveiðiárnar eins og þekkt er.” Hvernig er atvinnuástandið? „Það er bara mjög gott, það geta allir fengið vinnu, sem vilja og kannski eina, sem hefur háð okkur í því er að við þurfum að drífa okkur í íbúðauppbyggingu af því að það hefur háð ákveðinni atvinnubyggingu, sérstaklega á vertíðartímanum, þá vantar húsnæði og hefur ekki verið mikið byggt af nýju,” segir Valdimar. Næga atvinnu er að hafa á staðnum.Aðsend Í dag eru íbúar Vopnafjarðarhrepps um 650 en töluverð fjölgun íbúa hefur átt sér stað á síðustu árum. Brim er stærsta útgerðarfyrirtæki á staðnum og svo er mjög öflug heilbrigðisstarfsemi á staðnum, bæði heilsugæsla og hjúkrunar- og dvalarheimilið Sundabúð svo eitthvað sé nefnt. „Síðan eru vaxandi umsvif í kringum laxveiðiárnar og mikil uppbygging í kringum það. Það eru mikið af verktökum, sem koma að því, ekki bara laxveiðimennirnir sjálfir heldur verktar, sem eru að endurbyggja og byggja ný veiðihús og allt þetta,” segir Valdimar, sveitarstjóri Vopafjarðarhrepps. Í dag eru íbúar sveitarfélagsins um 650 talsins og fer smátt og smátt fjölgandi.Aðsend Vopnafjörður Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira
Það er engin lognmolla í Vopnafjarðarhreppi því þar blómstrar menningin, ferðaþjónustuna og önnur starfsemi, auk atvinnulífsins, sem hefur sjaldan eða aldrei verið eins öflugt og nú. Valdimar O. Hermannsson er sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. „Menn eru svona að setja sig í stellingar um allskonar framkvæmdir og við leggjum mikið upp úr því að hafa bæinn snyrtilegan yfir sumartímann til þess að taka vel á móti gestum,” segir Valdimar og bætir við. „Það er margt í gangi og nýlega farin af stað vertíð í makrílnum og þetta er náttúrulega mikið sjávarútvegstengd en líka laxveiðitengd og það er mikil uppbygging í kringum laxveiðiárnar eins og þekkt er.” Hvernig er atvinnuástandið? „Það er bara mjög gott, það geta allir fengið vinnu, sem vilja og kannski eina, sem hefur háð okkur í því er að við þurfum að drífa okkur í íbúðauppbyggingu af því að það hefur háð ákveðinni atvinnubyggingu, sérstaklega á vertíðartímanum, þá vantar húsnæði og hefur ekki verið mikið byggt af nýju,” segir Valdimar. Næga atvinnu er að hafa á staðnum.Aðsend Í dag eru íbúar Vopnafjarðarhrepps um 650 en töluverð fjölgun íbúa hefur átt sér stað á síðustu árum. Brim er stærsta útgerðarfyrirtæki á staðnum og svo er mjög öflug heilbrigðisstarfsemi á staðnum, bæði heilsugæsla og hjúkrunar- og dvalarheimilið Sundabúð svo eitthvað sé nefnt. „Síðan eru vaxandi umsvif í kringum laxveiðiárnar og mikil uppbygging í kringum það. Það eru mikið af verktökum, sem koma að því, ekki bara laxveiðimennirnir sjálfir heldur verktar, sem eru að endurbyggja og byggja ný veiðihús og allt þetta,” segir Valdimar, sveitarstjóri Vopafjarðarhrepps. Í dag eru íbúar sveitarfélagsins um 650 talsins og fer smátt og smátt fjölgandi.Aðsend
Vopnafjörður Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Sjá meira