Herjólfur úr slipp í dag Guðjón Helgason skrifar 6. desember 2007 12:15 Viðgerðir á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi eru á undan áætlun og verður henni siglt úr slipp í Hafnarfirði síðdegis í dag. Áætlunarferðir hefjast svo aftur á hádegi á morgun. Leki kom upp í skrúfubúnaði Vestmannaeyjaferjunnar og henni siglt til viðgerða í Hafnarfirði í fyrradag. Þær munu á undan áætlun og ferjan fer úr slipp síðdegis. Áætlunaferðir hefjast svo aftur á hádegi á morgun. Á meðan hefur aðeins verið hægt að fljúga milli lands og Eyja en Selfoss - skip Eimskipafélagsins - kom þó með vörur til Eyja í morgun sem ella hefðu komið með Herjólfi. Samgöngur milli lands og Eyja voru til umræðu á Alþingi í gær. Árni Johnsen lýsti ástandinu að vegasambandslaust væri við eina stærstu verstöð landsins. Flug væri með höppum og glöppum til Vestmannaeyja, vegna þess að ekki væri gengið frá samningum um flugumferðarstjórn á Vestmannaeyjaflugvelli, þangað sem ekki mætti fljúga eftir hálf sjö á kvöldin. Árni sagði Vestmannaeyinga sitja uppi með verkfælni Vegagerðarinnar og slæleg vinnubrögð hennar í þessu máli undanfarin ár. Fleiri þingmenn kjördæmisins tóku undir áhyggjur Árna af stöðu mála en Kristján Möller, samgönguráðherra, sagði unnið í því. Vitað væri um útboð í fluginu - ferðum fjölgað um sumarið. Síðan væri það nýja ferjan. Drög að útboðslýsingu lægju fyrir og vonandi hægt að auglýsa nú í desember. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira
Viðgerðir á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi eru á undan áætlun og verður henni siglt úr slipp í Hafnarfirði síðdegis í dag. Áætlunarferðir hefjast svo aftur á hádegi á morgun. Leki kom upp í skrúfubúnaði Vestmannaeyjaferjunnar og henni siglt til viðgerða í Hafnarfirði í fyrradag. Þær munu á undan áætlun og ferjan fer úr slipp síðdegis. Áætlunaferðir hefjast svo aftur á hádegi á morgun. Á meðan hefur aðeins verið hægt að fljúga milli lands og Eyja en Selfoss - skip Eimskipafélagsins - kom þó með vörur til Eyja í morgun sem ella hefðu komið með Herjólfi. Samgöngur milli lands og Eyja voru til umræðu á Alþingi í gær. Árni Johnsen lýsti ástandinu að vegasambandslaust væri við eina stærstu verstöð landsins. Flug væri með höppum og glöppum til Vestmannaeyja, vegna þess að ekki væri gengið frá samningum um flugumferðarstjórn á Vestmannaeyjaflugvelli, þangað sem ekki mætti fljúga eftir hálf sjö á kvöldin. Árni sagði Vestmannaeyinga sitja uppi með verkfælni Vegagerðarinnar og slæleg vinnubrögð hennar í þessu máli undanfarin ár. Fleiri þingmenn kjördæmisins tóku undir áhyggjur Árna af stöðu mála en Kristján Möller, samgönguráðherra, sagði unnið í því. Vitað væri um útboð í fluginu - ferðum fjölgað um sumarið. Síðan væri það nýja ferjan. Drög að útboðslýsingu lægju fyrir og vonandi hægt að auglýsa nú í desember.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Sjá meira