Michael Schumacher sýndi að hann hefur engu gleymt þegar hann reynsluók Ferrari-keppnisbílnum á Spáni í gær.
Schumacher segir að um einangrað atvik hafi verið að ræða og hann hafi engan hug á að byrja að keppa í Formúlunni á nýjan leik.
Hann reynsluók keppnisbíl Ferrari í gær á Circuit de Catalunya brautinni í gær þar sem hann ók hringinn hraðast allra.
Ástæðan fyrir því að Schumacher ók bílnum var sú að á næsta ári verður bannað að nota rafeindatæki til að aðstoða ökumanninn. Ferrari vildi notast við reynslu Schumacher í þeim efnum.
Talið er að um þrjú þúsund manns hafi fylgst með á brautinni í gær.