Erlent

John Prescott hættir þingsetu

John Prescott
John Prescott MYND/Getty
John Prescott ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir næstu kosningar. Prescott var varaforsætisráðherra í ríkisstjórn Tonys Blairs. Hann er 69 ára, og hefur setið á þingi í 37 ár.

Prescott, sem er þingmaður austur Hull, tilkynnir formlega um málið á fundi verkamannaflokksins þann 16 september næstkomandi. Talið er að hann hafi viljað segja opinberlega frá því áður til að gefa stuðningsmönnum sínum svigrúm til að velja eftirmann sinn.

Starfsferill Prescotts hefur spannað allt frá því aðvera þjónn á skemmtierðaskipi yfir í hæstu embætti breskra stjórnmála.

Hann var vel liðinn þingmaður í kjördæmi sínu. Hann beytti sér ötullega fyrir umhverfismálum, og var einn öflugasti talsmaður þess að Kyoto sáttmálinn um losun gróðurhúsalofttegunda yrði samþykktur.

Þingmaðurinn var þó ekki einungis þekktur af góðu. Manni sem kastaði eggi í hann í kosningabaráttunni árið 2001 svaraði hann með kjaftshöggi. Hann hefur svo ítrekað verið tekinn fyrir hraðakstur og í fyrra viðurkenndi hann að hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni með einkaritara sínum, Tracey Temple.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×