Viðskipti innlent

Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis og Vodafone. Gengi bréfa í Teymi  hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis og Vodafone. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Teymi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni eða um 16 prósent síðustu sjö viðskiptadaga. Þar af hækkaði gengið um rúm sex prósent í dag. Á sama tíma bætti Úrvalsvísitalan við sig 0,26 prósentum en hún stendur nú í 8.305 stigum.

Gengi Teymis stendur nú í 6,16 krónum á hlut. Þá hækkaði gengi bréfa í Eimskipafélaginu næstmest, eða um 4,32 prósent.

Gengi bréfa í Atorku Group lækkaði mest í dag, eða um 1,6 prósent. Gengi bréfa í Atlantic Petroleum, Kaupþingi og Bakkavör lækkaði sömuleiðis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×