Ákvarðanir stjórnar REI þola illa dagsljósið 5. október 2007 16:04 „Ljóst er að ýmsar þær ákvarðanir sem teknar voru af þriggja manna stjórn Reykjavík Energy Invest án nokkurrar aðkomu minnihlutans eða stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þola illa dagsljósið og opinbera umræðu. Fullkanna þarf heimildir stjórnarinnar til að skammta sjálfri sér laun, gera kaupréttarsamninga við starfsmenn og tímabundna ráðgjafa og selja hluti úr fyrirtækinu án samþykkis stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur," segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Ennfremur segir Dagur að þessar ákvarðanir stjórnar REI séu á góðri leið með að kasta rýrð á allt það starf sem fyrirtækið og Orkuveita Reykjavíkur hafi unnið og muni vinna að útrás í orkumálum. Þá sé merkilegt að meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það sé því miður verðskuldað en um leið grafalvarleg og afar sorglegt. „Framganga borgarstjóra, flaustursleg og ófagleg vinnubrögð meirihlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavík á síðustu dögum hefur þegar kastað rýrð og skugga á útrás á orkusviði og þátttöku Orkuveitunnar í henni. Fjölda spurninga er enn ósvarað og tekur Samfylkingin undir að brýnt er að fá skorið úr um lögmæti eigendafundar OR líkt og óskað hefur verið eftir af fulltrúum VG," segir Dagur. „Jafnframt telur Samfylkingin fyllstu ástæðu til að kanna heimildir stjórnar REI til að ráðstafa hlutum félagsins án samþykkis stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eða lögmæts vettvangs eigenda Orkuveitunnar. Hefur fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn OR sent forstjóra OR beiðni um öll gögn og samþykktir REI sem lúta að þessum atriðum: aukningu hlutafjár, kaupréttarsamningum og ákvörðun stjórnarlauna,“ segir Dagur í tilkynningu. Dagur ítrekar enn fremur tillögu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem lögð var fyrir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á miðvikudag, en frestað, um að nýir stjórnarmenn REI verði valdir á faglegum forsendum. „Í ljósi umræðu síðustu daga þarfnast þessi tillaga varla rökstuðnings. Það spillir ekki aðeins fyrir orðspori útrásarverkefna innanlands að stjórnmálamenn séu í bissnessleik heldur er það ekki síður til þess fallið að varpa rýrð á fyrirtækið á alþjóðasviðinu." Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
„Ljóst er að ýmsar þær ákvarðanir sem teknar voru af þriggja manna stjórn Reykjavík Energy Invest án nokkurrar aðkomu minnihlutans eða stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þola illa dagsljósið og opinbera umræðu. Fullkanna þarf heimildir stjórnarinnar til að skammta sjálfri sér laun, gera kaupréttarsamninga við starfsmenn og tímabundna ráðgjafa og selja hluti úr fyrirtækinu án samþykkis stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur," segir Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Ennfremur segir Dagur að þessar ákvarðanir stjórnar REI séu á góðri leið með að kasta rýrð á allt það starf sem fyrirtækið og Orkuveita Reykjavíkur hafi unnið og muni vinna að útrás í orkumálum. Þá sé merkilegt að meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það sé því miður verðskuldað en um leið grafalvarleg og afar sorglegt. „Framganga borgarstjóra, flaustursleg og ófagleg vinnubrögð meirihlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavík á síðustu dögum hefur þegar kastað rýrð og skugga á útrás á orkusviði og þátttöku Orkuveitunnar í henni. Fjölda spurninga er enn ósvarað og tekur Samfylkingin undir að brýnt er að fá skorið úr um lögmæti eigendafundar OR líkt og óskað hefur verið eftir af fulltrúum VG," segir Dagur. „Jafnframt telur Samfylkingin fyllstu ástæðu til að kanna heimildir stjórnar REI til að ráðstafa hlutum félagsins án samþykkis stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eða lögmæts vettvangs eigenda Orkuveitunnar. Hefur fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn OR sent forstjóra OR beiðni um öll gögn og samþykktir REI sem lúta að þessum atriðum: aukningu hlutafjár, kaupréttarsamningum og ákvörðun stjórnarlauna,“ segir Dagur í tilkynningu. Dagur ítrekar enn fremur tillögu Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sem lögð var fyrir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á miðvikudag, en frestað, um að nýir stjórnarmenn REI verði valdir á faglegum forsendum. „Í ljósi umræðu síðustu daga þarfnast þessi tillaga varla rökstuðnings. Það spillir ekki aðeins fyrir orðspori útrásarverkefna innanlands að stjórnmálamenn séu í bissnessleik heldur er það ekki síður til þess fallið að varpa rýrð á fyrirtækið á alþjóðasviðinu."
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira