Sænski kylfingurinn Jesper Parnevik hefur örugga forystu þegar keppni á opna Texasmótinu í golfi er hálfnuð. Parnevik lék á 9 höggum undir pari í gær og á 5 undir í dag og er því samtals á 14 höggum undir pari.
Opna Texas-mótið er 3. elsta mótið í PGA-röðinni en fyrst var keppt árið 1922. Svíinn Jesper Parnevik hefur ekki blandað sér í baráttu um sigur í langan tíma. Síðasti sigur hans í PGA-mótaröðinni var árið 2001 þegar hann vann sinn fimmta titil. Parnevik er dottinn niður í 138. sætið á peningalistanum en til þess að halda keppnisleyfi sínu í mótaröðinni þarf hann að komast upp í 125. sætið.
Miðað við spilamennsku Parneviks í gær ætti það ekki að verða mikil hindrun. Tveir sænskir kylfingar eru jafnir í 2. sæti þeir Richard Johnson og Fredrik Jakobsson
Svíarnir í sérflokki í Texas
