Lífið

Pink fór í geitarhús

Söngkonan Pink.
Söngkonan Pink.

Poppstjarnan Pink hefur beðið Ástrali afsökunar á því að hafa stutt dýraverndarsamtök sem berjast gegn ástralskri ullarverslun. Ástæðan er sú að það er siður rúningarmanna í Ástralíu að klippa laust skinn aftan af kindum til þess að verja þær fyrir ágangi flugna.

Þetta segja dýraverndarsamtökin að sé mjög sársaukafullt, og á tónleikum í París í desember, hvatti Pink neytendur til þess að sniðganga ástralska ull. Nú segir hún að málið hafi verið skýrt fyrir henni. Hún tekur því orð sín aftur og biður Ástrali afsökunar.

Það má kannski segja að þarna hafi Pink farið í geitarhús að leita ullar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.