Brasilíski miðjumaðurinn Emerson hjá Real Madrid getur vel hugsað sér að snúa aftur í herbúðir ítalska liðsins Juventus ef marka má orð knattspyrnustjórans Didier Deschamps. Emerson var lykilmaður í sterku liði Juventus sem varð meistari tvö ár í röð, en gekk í raðir Real Madrid eftir að Juve var fellt niður um deild eftir Ítalíuskandalinn fræga.
"Emerson sagði mér að hann gæti vel hugsað sér að snúa aftur og mér þykir vænt um að heyra það, því hann er leikmaður sem hentar okkar leikstíl mjög vel," sagði Deschamps. Heyrst hefur að Juventus gæti gert 3,5 milljón punda tilboð í leikmanninn, en þá er annað mál hvort forráðamenn Real Madrid eru tilbúnir að láta hinn þrítuga leikmann fara fyrir þann pening.
Emerson er til í að fara aftur til Juventus

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
