Lífið

James Brown ennþá ofan jarðar

James Brown í Laugardalshöllinni.
James Brown í Laugardalshöllinni. MYND/Valgarður Gíslason

Mánuði eftir dauða sinn og þrem vikum eftir útförina hefur sálarsöngvarinn James Brown enn ekki verið lagður til hinstu hvíldar, meðan hugsanlegir erfingjar rífast um jarðneskar eigur hans. Fyrrverandi sambýliskona Browns hefur höfðað mál og krefst þess að fá helminginn af búinu.

Lík Browns er geymt í gullsleginni koparkistu í loftkældu herbergi á heimili hans í Suður-Karólínu. Ekkert er vitað um hvenær hann loks verður jarðsettur, eða hvar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.