Erlent

Allt að 500 prósent fjölgun hitabylgja

Ef losun gróðurhúsalofttegunda fer fram sem horfir mun mannskæðum hitabylgjum, líkum þeim sem skullu á Miðjarðarhafslönd árið 2003, fjölga um 200 til 500 prósent á þessari öld. Mest mun hitna í Frakklandi. Þetta er niðurstaða bandarískra vísindamanna og var kunngjörð í tímaritinu Geophysical Research Letters.

Í hitabylgjunum 2003 létust 18 þúsund manns. 15 þúsund í Frakklandi og þrjú þúsund á Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×