Sport

Hestasýningin Apassionata 2007

Stórsýningin Apassionata var haldin í Finnlandi helgina 2 - 4 febrúar síðastliðinn í stórri sýningarhöll í Helsinki. Í heild voru þetta 4 sýningar og á þær mættu 30.000 manns eða um 7500 manns á hverja sýningu sem segir allt um áhugann á svona sýningum erlendis.

Þarna komu fram margar tegundir hesta og þar á meðal hinn eini sanni íslenski hestur, en því atriði var stjórnað af Styrmi Árnasyni og hans fólki.

Hestafréttir voru í Finnlandi þessa helgi til að taka upp þessa sýningu og er nú komin stuttur bútur af henni inn á Vef TV Hestafrétta. Heildasýningin verður svo væntanlega sýnd í sjónvarpinu með vorinu.

Sjá sýningu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×