Viðskipti innlent

Aflaverðmæti skipa jókst um 10 prósent

Heildarafli íslenskra skipa í janúar nam 80.657 tonnum sem er tæp tvöföldun á milli ára. Aflaverðmætið, metið á föstu verðlagi, jókst um 10 prósent frá janúar á síðasta ári, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar.

Samkvæmt þessu nam botnfiskaflinn 33.200 tonnum í síðasta mánuði sem er tæpum 2.600 tonnum meira en á síðasta ári. Þorskafli dróst saman um tæp 150 tonn, ýsuaflinn jókst um rúm 670 tonn og ufsaaflinn jókst um rúmlega 520 tonn.

Flatfiskaflinn dróst hins vegar saman en hann nam tæpum 800 tonnum. Afli uppsjávartegunda nam rúmum 37.300 tonnum og var að stórum hluta loðnuafli. Aukning uppsjávarafla nemur rúmum 28.200 tonnum. Skel- og krabbadýraafli var 151 tonn samanborið við 51 tonna afla í janúar 2005, að sögn Hagstofunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×