Viðskipti innlent

Capacent kaupir Epinion

Capacent í Danmörku hefur gengið frá kaupum á danska fyrirtækinu Epinion, einu stærsta fyrirtæki Danmerkur á sviði markaðsrannsókna. Epinion mun fyrst um sinn starfa áfram undir eigin nafni, en gert er ráð fyrir að starfsemin verði flutt í húsnæði Capacent í Hellerup á vormánuðum.

Áætlaðar tekjur Epinion á yfirstandandi rekstrarári eru tæpar 500 milljónir íslenskra króna. Með kaupunum hefur Capacent-samstæðan aukið mjög umsvif sín á sviði rannsókna í Danmörku. Landsbankinn veitti ráðgjöf vegna kaupanna og fjármagnaði þau að hluta.

Epinion hefur vaxið mjög hratt á undanförnum árum og hefur á síðastliðnum tveimur árum hlotið nafnbótina „Gazelle" af danska viðskiptablaðinu Börsen en hana hljóta fyrirtæki sem vaxa hraðast á milli ára og skila góðum hagnaði.

Auk höfuðstöðva í Kaupmannahöfn hefur Epinion rekið skrifstofu í Árósum. Fastráðnir starfsmenn eru 36 auk um120 þjálfaðra spyrla. Eftir kaupin vinna alls um 150 sérfræðingar hjá Capacent í Danmörku en forstjóri félagsins er Bjarni Snæbjörn Jónsson.

 

Capacent-samstæðan er með starfsemi á Íslandi og í Danmörku. Ráðgjafastarfsemi er rekin undir undir nöfnum Capacent (áður KPMG Advisory) og Logistik Gruppen. Þá rekur Capacent litla einingu, Capacent Innovation, sem sérhæfir sig í samskiptum við Evrópusambandið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×