Erlent

Síðasta bókin um Potter gefin út 21. júlí

MYND/AP
Síðasta bókin um Harry Potter kemur út 21. júlí. Útgáfan verður án efa einn stærsti viðburður bókaársins en viku áður en bókin kemur út verður byrjað að sýna fimmtu myndina um Harry Potter í kvikmyndahúsum. Bókin kemur til með að heita „Harry Potter and the Deathly Hallows."

Wayne Winstone, yfirmaður barnabóka hjá bresku bókabúðinni Waterstones, spáði í dag að bókin myndi slá öll sölumet en sú bók sem hefur selst hvað hraðast er einmitt sjötta bókin í seríunni um Harry Potter.

Þegar hún kom út í fyrra stóður þúsundir æstra aðdáenda um allan heim í röðum fyrir utan bókabúðir til þess að tryggja sér eintök sem allra fyrst. Aðeins nokkrum klukkustundum seinna var búið að skrifa fjöldan allan af gagnrýnum um bókina á veraldarvefnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×