Fallegur fjársjóður Bigga 18. maí 2007 06:45 Birgir Örn Steinarsson er að undirbúa sína aðra sólóplötu. Birgir Örn Steinarsson hefur fengið góða dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína Id í kanadíska tímaritinu Inside Entertainment og í tímaritinu Soundcheck. Platan kemur út í Bretlandi í júní en kom út hér á landi á síðasta ári. „Gimsteinninn á plötunni er hið æðislega Sofðu með ljósið á, sem fangar hjarta manns með hlýleika sínum og lágstemmdum tónum. Eins og heitur teinn í gegnum ís, nær lagið djúpum tilfinningum og sýnir svo yndislega depurð að manni verkjar,“ segir í dómi Inside Magazine. „Biggi á enn eftir að komast inn á Norður-Ameríkumarkaðinn. Þangað til verður platan Id lítill en verðmætur fjársjóður sem fáir vita af.“ Biggi, sem er búsettur í London, segir rosagott að heyra slík viðbrögð, sérstaklega af því að þau voru svo blendin á Íslandi. Hann er byrjaður að taka upp efni á nýja plötu en veit ekki hvenær hún kemur út. Meðleigjandi hans, Henry Bowers, úr hljómsveitinni Kula Shaker aðstoðaði hann í tveimur lögum. „Hann er frábær gæi og svo flinkur á svo mörg hljóðfæri. Hann spilaði á víbrafón og slagverk, en ég veit ekkert hvað verður úr þessu. Það verður örugglega önnur plata en ég er ekkert að flýta mér,“ segir Biggi. Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Birgir Örn Steinarsson hefur fengið góða dóma fyrir fyrstu sólóplötu sína Id í kanadíska tímaritinu Inside Entertainment og í tímaritinu Soundcheck. Platan kemur út í Bretlandi í júní en kom út hér á landi á síðasta ári. „Gimsteinninn á plötunni er hið æðislega Sofðu með ljósið á, sem fangar hjarta manns með hlýleika sínum og lágstemmdum tónum. Eins og heitur teinn í gegnum ís, nær lagið djúpum tilfinningum og sýnir svo yndislega depurð að manni verkjar,“ segir í dómi Inside Magazine. „Biggi á enn eftir að komast inn á Norður-Ameríkumarkaðinn. Þangað til verður platan Id lítill en verðmætur fjársjóður sem fáir vita af.“ Biggi, sem er búsettur í London, segir rosagott að heyra slík viðbrögð, sérstaklega af því að þau voru svo blendin á Íslandi. Hann er byrjaður að taka upp efni á nýja plötu en veit ekki hvenær hún kemur út. Meðleigjandi hans, Henry Bowers, úr hljómsveitinni Kula Shaker aðstoðaði hann í tveimur lögum. „Hann er frábær gæi og svo flinkur á svo mörg hljóðfæri. Hann spilaði á víbrafón og slagverk, en ég veit ekkert hvað verður úr þessu. Það verður örugglega önnur plata en ég er ekkert að flýta mér,“ segir Biggi.
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira