Innlent

Ásatrúarfélagið fær aðra lóð í Öskjuhlíð

Hanna Birna Kristjánsdóttir: Fljótlega gengið frá málinu.
Hanna Birna Kristjánsdóttir: Fljótlega gengið frá málinu.

Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs borgarinnar segir að Ásatrúarfélagið muni fá aðra lóð undir hof sitt á svipuðum stað og þeim hafði verið úthlutað í Öskjuhlíðinni. Vísir greindi frá því í morgun að Ásatrúarfélagið gæti ekki nýtt þá lóð sem þeir fengu í fyrra þar sem hún liggur beint í öryggisaðflugsstefnu á Reykjavíkurflugvöll.

"Við munum að sjálfsögðu standa við skuldbindingar okkar gagnvart Ásatrúarfélaginu," segir Hanna Birna. "Þetta mál hefur verið í vinnslu hjá okkur í nokkurn tíma eða frá því fyrr í sumar þegar andstaða Flugmálastjórnar lá ljós fyrir."

Hanna Birna reiknaði með að fljótlega yrði gengið frá málinu af hálfu skipulagsyfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×