Innlent

Er­lendir vasaþjófar herja á Þing­velli og fleiri ferðamannastaði

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vasaþjófnuðum hefur fjölgað mjög á Þingvöllum.
Vasaþjófnuðum hefur fjölgað mjög á Þingvöllum. Vísir/Vilhelm

„Það var greinilega þeirra daglega iðja að koma við hér á Þingvöllum og síðan héldu þeir áfram yfir á Gullfoss og Geysi,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, um erlenda vasaþjófa sem hafa herjað á ferðamenn hérlendis.

Frá þessu greinir Morgunblaðið.

Þar segir Einar meðal annars frá þjófum sem staðnir að verki á Hakinu en komust undan. Þegar myndefni var skoðað kom í ljós að sama bifreiðin hafði mætt á svæðið fjóra eða fimm daga í röð og alltaf á sama tíma.

„Það var eins og hann væri að stimpla sig inn til vinnu,“ segir Einar.

Einar hefur eftir lögreglu að um sé að ræða skipulagða brotastarfsemi en Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að um sé að ræða þjófagengi frá Austur-Evrópu.

„Þessir hópar koma hingað til lands sem ferðamenn, ekki til þess að taka myndir heldur verðmæti,“ segir Einar. Undanfarin ár hafi þjófnuðum á Þingvöllum farið fjölgandi og skilti sett upp þar sem varað er við vasaþjófum.

„Ég hvet leiðsögumenn og bílstjóra sem eru í tengslum við ferðahópa til að láta þá vita af þessu ástandi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×