Áróður álmanna Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. janúar 2007 06:00 Katrín Jakobsdóttir skrifar. Hafnfirðingar fengu allir gjöf frá Alcan nú fyrir jólin. Í ljósvakamiðlum mátti sjá auglýsingar frá álfyrirtækjum og í prentmiðlum myndir af brosandi fólki við störf sín í álverum. Áróður álfyrirtækjanna er kominn á fullt enda átta forsvarsmenn þeirra sig á því að í kosningunum hér á landi í vor verður kosið um umhverfismál. Ekki bara náttúruverndarmál í þröngum skilningi heldur umhverfisverndarmál og ábyrgð Íslendinga í hnattrænu samhengi. Og svo mikið er víst að álfyrirtækin munu leggja sitt af mörkum til að hér verði engin stefnubreyting. Hart hefur verið deilt um stórvirkjanir og náttúruspjöll af þeirra völdum undanfarin ár og hefur svo hart verið tekist á að forsvarsmenn Framsóknarflokksins afneita stóriðjustefnunni sem núverandi ríkisstjórn hefur rekið, m.a. með lágu orkuverði til stóriðjufyrirtækja, skattaívilnunum og þeirri staðreynd að íslensk náttúra hefur einskis verið metin þegar reisa á virkjanir og stóriðjuver. Nú er svo komið að við Íslendingar þurfum að velja hvert við stefnum og taka afstöðu óháð áróðri álfyrirtækjanna. Ætlum við að byggja hér upp einhæft atvinnulíf, auka hér losun gróðurhúsalofttegunda þvert á öll alþjóðleg markmið og spilla náttúru landsins enn frekar. Víglínan hefur verið dregin. Fyrir liggja óskir stóriðjumanna um allt að 250.000 tonna álver í Helguvík, allt að 250 þúsund tonna álver við Húsavík, stækkun á Grundartanga upp í 260.000 tonn og síðast en ekki síst stækkun í Straumsvík upp í heil 460 þúsund tonn! Ekki má gleyma álverinu í Reyðarfirði sem verður rúm 340.000 tonn. Það er tími til kominn til að staldra við. Fyrir utan álverið í Reyðarfirði er hægt að endurskoða öll þau vilyrði sem liggja fyrir um álverksmiðjur. Til þess er engum betur treystandi en Vinstri-grænum sem hafa lagt línurnar í umhverfismálaumræðu hér á landi. Nú þarf að stoppa áður en höfuðborgarsvæðið allt verður umkringt af verksmiðjum. Það þarf að hugsa til framtíðar og átta sig á því að þessar verksmiðjur verða ekki knúnar nema með verulegum spjöllum á náttúru landsins. Það þarf að velja aðra kosti til að tryggja hér fjölbreytt og nútímavætt atvinnulíf í góðri sátt við náttúru landsins og í samræmi við alþjóðleg markmið í loftslagsmálum. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir skrifar. Hafnfirðingar fengu allir gjöf frá Alcan nú fyrir jólin. Í ljósvakamiðlum mátti sjá auglýsingar frá álfyrirtækjum og í prentmiðlum myndir af brosandi fólki við störf sín í álverum. Áróður álfyrirtækjanna er kominn á fullt enda átta forsvarsmenn þeirra sig á því að í kosningunum hér á landi í vor verður kosið um umhverfismál. Ekki bara náttúruverndarmál í þröngum skilningi heldur umhverfisverndarmál og ábyrgð Íslendinga í hnattrænu samhengi. Og svo mikið er víst að álfyrirtækin munu leggja sitt af mörkum til að hér verði engin stefnubreyting. Hart hefur verið deilt um stórvirkjanir og náttúruspjöll af þeirra völdum undanfarin ár og hefur svo hart verið tekist á að forsvarsmenn Framsóknarflokksins afneita stóriðjustefnunni sem núverandi ríkisstjórn hefur rekið, m.a. með lágu orkuverði til stóriðjufyrirtækja, skattaívilnunum og þeirri staðreynd að íslensk náttúra hefur einskis verið metin þegar reisa á virkjanir og stóriðjuver. Nú er svo komið að við Íslendingar þurfum að velja hvert við stefnum og taka afstöðu óháð áróðri álfyrirtækjanna. Ætlum við að byggja hér upp einhæft atvinnulíf, auka hér losun gróðurhúsalofttegunda þvert á öll alþjóðleg markmið og spilla náttúru landsins enn frekar. Víglínan hefur verið dregin. Fyrir liggja óskir stóriðjumanna um allt að 250.000 tonna álver í Helguvík, allt að 250 þúsund tonna álver við Húsavík, stækkun á Grundartanga upp í 260.000 tonn og síðast en ekki síst stækkun í Straumsvík upp í heil 460 þúsund tonn! Ekki má gleyma álverinu í Reyðarfirði sem verður rúm 340.000 tonn. Það er tími til kominn til að staldra við. Fyrir utan álverið í Reyðarfirði er hægt að endurskoða öll þau vilyrði sem liggja fyrir um álverksmiðjur. Til þess er engum betur treystandi en Vinstri-grænum sem hafa lagt línurnar í umhverfismálaumræðu hér á landi. Nú þarf að stoppa áður en höfuðborgarsvæðið allt verður umkringt af verksmiðjum. Það þarf að hugsa til framtíðar og átta sig á því að þessar verksmiðjur verða ekki knúnar nema með verulegum spjöllum á náttúru landsins. Það þarf að velja aðra kosti til að tryggja hér fjölbreytt og nútímavætt atvinnulíf í góðri sátt við náttúru landsins og í samræmi við alþjóðleg markmið í loftslagsmálum. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar