Bílar skiptist á upplýsingum

Brátt gætu nýir bílar verið útbúnir með búnaði sem leyfir ökumönnum að skiptast á upplýsingum um umferðarteppur og hættur í umferðinni. Tækjabúnaðurinn tengir saman tölvur í bílum með þráðlausu neti og leyfir ökumönnum að slá inn upplýsingar og eins greina bílarnir sjálfir upplýisingar á borð við meðalhraða og veghita. Þetta hjálpar öðrum ökumönnum að haga aksturslagi eftir aðstæðum og velja leiðir fram hjá umferðarhnútum. Það er þýskt rannsóknarteymi sem hefur þróað tæknina og hefur hana nú til sýnis á tæknisýningu í heimalandinu.