Toppliðin töpuðu sínum fyrstu stigum 7. júlí 2007 00:01 víti? Valsmenn vildu meina að Alicia Wilson hefði brotið á Margréti Láru Viðarsdóttur í fyrri hálfleik. Hér liggja þær eftir en Embla Grétarsdóttir eltir boltann. MYND/Anton Valur og KR eru enn jöfn á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir 1-1 jafntefli á Valbjarnarvelli í gær. Hrefna Huld Jóhannesdóttir kom KR yfir snemma í leiknum en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin í þeim síðari. KR-ingar komu Valsmönnum í opna skjöldu á fjórtándu mínútu þegar Hrefna Huld skoraði eftir laglegan undirbúning Hólmfríðar Magnúsdóttur. Skot Hrefnu var hnitmiðað og fast og kom Guðbjörg Gunnarsdóttir engum vörnum við. Leikmenn Vals létu sér þó ekki segjast og pressuðu stíft á vörn KR, sem náði þó að halda mjög vel. Miðverðirnir Agnes Árnadóttir og þá sérstaklega Alicia Wilson vörðust þó afar vel og gáfu snöggum sóknarmönnum Vals ekkert eftir. Besta færi Vals í fyrri hálfleik fékk Margrét Lára en hún skaut hátt yfir úr miðjum teignum eftir að hafa fengið laglega sendingu frá Guðnýju Óðinsdóttur. Þetta gerðist á 21. mínútu og skömmu síðar virtist brotið á Margréti Láru í vítateignum en ekkert var dæmt. Hlúa þurfti að henni í dágóðan tíma en hún gat haldið áfram leik skömmu síðar. Það voru þó leikmenn KR sem voru nær því að auka muninn fyrir leikhlé því þeir áttu besta færi hálfleiksins. Hólmfríður átti á lokamínútu hálfleiksins skyndilega þrumuskot sem hafnaði í þverslánni en Guðbjörg virtist varla búast við skotinu. KR byrjaði síðari hálfleik af krafti og Hólmfríður átti skalla að marki strax á 48. mínútu eftir horn Eddu Garðarsdóttur. Valsmenn neyddust til að bjarga á línu og var Málfríður Erna Sigurðardóttir þar að verki. Valsmenn héldu þó sínu striki og uppskáru mark á 64. mínútu. Margrét Lára skoraði það mark með föstu skoti. Bæði lið áttu sín færi eftir þetta en það besta fékk Dóra María Lárusdóttir. Hún fékk sendingu frá Nínu Ósk Kristinsdóttur sem færði sér mistök í vörn KR í nyt en hin stórefnilega Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel á verði í markinu. „Ég er bara hundfúl með úrslit leiksins,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals. „Við áttum miklu fleiri færi í þessum leik og áttum að vinna hann. Ég var mjög óánægð með varnarleikinn en við sköpuðum okkur aftur á móti fullt af færum og áttum að nýta þau. Við vorum ekkert góðar í dag en áttum samt að vinna.“ Þjálfari KR, Helena Ólafsdóttir, sagði úrslit leiksins nokkuð sanngjörn, þegar á heildina er litið. „Ég hefði auðvitað viljað fara heim með þessa forystu sem við vorum komin með en úrslitin kannski sanngjörn. Við megum vera mjög ánægðar með baráttu leikmanna og stelpurnar gáfu allt það sem þær áttu í leikinn. Ég ætlaði liðinu sigur en jafntefli er betra en tap.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Valur og KR eru enn jöfn á toppi Landsbankadeildar kvenna eftir 1-1 jafntefli á Valbjarnarvelli í gær. Hrefna Huld Jóhannesdóttir kom KR yfir snemma í leiknum en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin í þeim síðari. KR-ingar komu Valsmönnum í opna skjöldu á fjórtándu mínútu þegar Hrefna Huld skoraði eftir laglegan undirbúning Hólmfríðar Magnúsdóttur. Skot Hrefnu var hnitmiðað og fast og kom Guðbjörg Gunnarsdóttir engum vörnum við. Leikmenn Vals létu sér þó ekki segjast og pressuðu stíft á vörn KR, sem náði þó að halda mjög vel. Miðverðirnir Agnes Árnadóttir og þá sérstaklega Alicia Wilson vörðust þó afar vel og gáfu snöggum sóknarmönnum Vals ekkert eftir. Besta færi Vals í fyrri hálfleik fékk Margrét Lára en hún skaut hátt yfir úr miðjum teignum eftir að hafa fengið laglega sendingu frá Guðnýju Óðinsdóttur. Þetta gerðist á 21. mínútu og skömmu síðar virtist brotið á Margréti Láru í vítateignum en ekkert var dæmt. Hlúa þurfti að henni í dágóðan tíma en hún gat haldið áfram leik skömmu síðar. Það voru þó leikmenn KR sem voru nær því að auka muninn fyrir leikhlé því þeir áttu besta færi hálfleiksins. Hólmfríður átti á lokamínútu hálfleiksins skyndilega þrumuskot sem hafnaði í þverslánni en Guðbjörg virtist varla búast við skotinu. KR byrjaði síðari hálfleik af krafti og Hólmfríður átti skalla að marki strax á 48. mínútu eftir horn Eddu Garðarsdóttur. Valsmenn neyddust til að bjarga á línu og var Málfríður Erna Sigurðardóttir þar að verki. Valsmenn héldu þó sínu striki og uppskáru mark á 64. mínútu. Margrét Lára skoraði það mark með föstu skoti. Bæði lið áttu sín færi eftir þetta en það besta fékk Dóra María Lárusdóttir. Hún fékk sendingu frá Nínu Ósk Kristinsdóttur sem færði sér mistök í vörn KR í nyt en hin stórefnilega Íris Dögg Gunnarsdóttir var vel á verði í markinu. „Ég er bara hundfúl með úrslit leiksins,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Vals. „Við áttum miklu fleiri færi í þessum leik og áttum að vinna hann. Ég var mjög óánægð með varnarleikinn en við sköpuðum okkur aftur á móti fullt af færum og áttum að nýta þau. Við vorum ekkert góðar í dag en áttum samt að vinna.“ Þjálfari KR, Helena Ólafsdóttir, sagði úrslit leiksins nokkuð sanngjörn, þegar á heildina er litið. „Ég hefði auðvitað viljað fara heim með þessa forystu sem við vorum komin með en úrslitin kannski sanngjörn. Við megum vera mjög ánægðar með baráttu leikmanna og stelpurnar gáfu allt það sem þær áttu í leikinn. Ég ætlaði liðinu sigur en jafntefli er betra en tap.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Fótbolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Fótbolti Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Körfubolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Fleiri fréttir Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira