Erlent

DNA til að finna skellinöðruþjóf

Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands.
Nicolas Sarkozy, innanríkisráðherra Frakklands. MYND/AP

Nicolas Sarkozy, frambjóðandi hægri manna í frönsku forsetakosningunum liggur undir ámæli fyrir það að lögreglan notaði bæði DNA prufur og fingraför til þess að hafa hendur í hári þjófa sem stálu skellinöðru frá einum sona hans. Sarkozy er innanríkisráðherra Frakklands og lögreglan heyrir undir hann.

Lögreglan vísar því á bug að málið hafi fengið einhverja sér meðferð og segir DNA prufur vera mikið notaðar við að upplýsa afbrot. Gagnrýnendur segja að það geti vel verið, en það sé þó varla algengt í skellinöðruþjófnuðum.

Sarkozy er þegar undir þrýstingi um að segja af sér ráðherramebætti eftir að upplýst var að lögreglan hefði rannsakað feril eins af ráðgjörum Segolene Royal, sem er frambjóðandi sósíalista í forsetakosningunum. Sarkozy segir að hann hafi hvergi komið þar nálægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×