Fjórði sigur Federer í röð á opna bandaríska

Tenniskappinn Roger Federer heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld sögunnar og í nótt vann hann opna ameríska meistaramótið fjórða árið í röð með baráttusigri á Novak Djokovic í úrslitum 7-6 (7-4) 7-6 (7-2) og 6-4. Þetta var tólfti sigur Federer á risamóti á ferlinum og var hann fyrsti maðurinn í sögunni til að vinna Wimbledon og opna bandaríska fjögur ár í röð á sama tímabili. Enginn hafði unnið opna bandaríska fjögur ár í röð síðan árið 1923.