Erlent

Flak flugvélar fundið

Vél sömu gerðar og fórst á flugi frá eyjunni Jövu til Súlavesí í gær.
Vél sömu gerðar og fórst á flugi frá eyjunni Jövu til Súlavesí í gær. MYND/AP

Björgunarmenn í Indónesíu fundu í morgun flakið af flugvél sem hafði farist í óveðri í gær. Flugvélin var á leið frá Jövu til Súlavesí. Embættismenn skýrðu frá að 90 væru taldir af og að 12 manns hefðu komist lífs af.

Flugvélin, sem var af gerðinni Boeing 737, sendi frá sér tvo neyðarköll þegar hún var hálfnuð á leið sinni og hvarf hún stuttu síðar af ratsjárskjám. Hundruð manna höfðu safnast saman á flugvellinum sem vélin átti að lenda á og biðu þar frétta af vinum og ættingjum.

Flugfélagið er eitt af mörgum nýjum lággjaldaflugfélögum þar í landi en öryggi er talið ábótavant þar sem mörg þeirra leigja áratuga gamlar flugvélar og er viðhald sjaldnast talið fullnægjandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×