Viðskipti innlent

Gengi AMR tók á rás vestanhafs

Gengi bréfa í bandaríska félaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, tóku á rás við opnun markaða í Bandaríkjunum í dag og hækkuðu þau mest um rúm 7,20 prósent. Gengið dalaði lítillega eftir því sem á leið.

Þetta er fyrsti viðskiptadagur ársins vestanhafs á árinu en fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum voru lokaðir í gær vegna útfarar Geralds Fords, fyrrum forseta Bandaríkjanna, sem lést í síðustu viku 93 ára að aldri.

FL Group keypti tæpan 6 prósenta hlut í AMR fyrir um 29 milljarða íslenskra króna 26. desember síðastliðinn. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, sagði við það tækifæri að FL Group hefði fulla trú á AMR. „Jafnvægið í framboði og eftirspurn hefur batnað mikið á undanförnum árum og fyrirtækið hefur eina mestu möguleika í þessum geira til þess að nýta sér það sem og að auka aðrar tekjur," var haft eftir Hannesi í tilkynningu þegar greint var frá kaupunum.

Ekkert liggur fyrir um ástæður hækkunarinnar á gengi bréfa í AMR í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×