
Fótbolti
Riquelme settur út úr liði Villarreal

Argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme er ekki í leikmannahópi Villarreal sem mætir Valencia um helgina og hefur þetta ýtt undir orðróm um að leikmaðurinn eigi í deilum við þjálfara sinn Manuel Pelligrini. Þjálfarinn segir það ekki rétt og segir Riquelme einfaldlega ekki henta leikaðferðum sínum fyrir þennan einstaka leik.